VIÐAUKI
Að sigrast á sjálfsfróun
Sjálfsfróun er ósiður sem Guð hefur vanþóknun á, spillir hugsun fólks og elur á sjálfselsku.a Hætta er á að sá sem fróar sér fari að líta á aðra sem „kynlífstæki“ til þess ætlaða að fullnægja kynhvötinni. Hann hættir að líta á kynlíf sem leið til að tjá ást og það breytist í ósjálfráð viðbrögð sem veita stundlega unaðskennd og slaka á kynferðislegri spennu. En þessi slökun varir ekki lengi. Sjálfsfróun deyðir ekki hið jarðbundna í fari manns, „hórdóm, saurlifnað [og] losta“, heldur æsir það upp. — Kólossubréfið 3:5.
Páll postuli skrifaði: „Elskuð börn mín, . . . hreinsum okkur af allri saurgun á líkama og sál og fullkomnum helgun okkar í guðsótta.“ (2. Korintubréf 7:1) Örvæntu ekki þó að það sé barátta fyrir þig að fylgja þessum orðum. Jehóva er alltaf „fús til að fyrirgefa“ og hjálpa. (Sálmur 86:5; Lúkas 11:9-13) Það að hjartað skuli dæma þig og þú skulir vera að reyna að hætta — þrátt fyrir afturkippi af og til — bendir til þess að hugarfar þitt sé rétt. Og hafðu hugfast að „Guð er meiri en hjarta okkar og þekkir allt“. (1. Jóhannesarbréf 3:20) Hann sér meira en syndir okkar. Hann sér persónuna alla og sú vitneskja gerir honum kleift að hlusta með samúð þegar við áköllum hann og biðjum hann að miskunna okkur. Gefstu aldrei upp að leita til Guðs í auðmjúkri og einlægri bæn, líkt og barn leitar til pabba síns þegar það á í erfiðleikum. Jehóva gefur þér hreina samvisku. (Sálmur 51:3-14, 19; Jesaja 1:18) Þú þarft auðvitað að leggja þitt af mörkum í samræmi við bænir þínar. Til dæmis ættirðu að forðast hvers kyns klám og vondan félagsskap.b
Ef þér tekst ekki að vinna bug á sjálfsfróuninni ættirðu að ræða málið við annað foreldri þitt í trúnni eða við þroskaðan og umhyggjusaman vin.c — Orðskviðirnir 1:8, 9; 1. Þessaloníkubréf 5:14; Títusarbréfið 2:3-5.
a Sjálfsfróun er það að strjúka eða nudda kynfæri sín sem leiðir yfirleitt til kynferðislegrar fullnægingar.
b Á mörgum heimilum er heimilistölva höfð í opnu rými í þeim tilgangi að auðvelt sé að hafa auga með notkun hennar. Sumir kaupa auk þess hugbúnað til að sía burt óæskilegt efni. Enginn hugbúnaður er þó fullkomlega öruggur.
c Finna má góðar ráðleggingar um leiðir til að vinna bug á sjálfsfróun í greininni „Young People Ask . . . How Can I Conquer This Habit?“ í Vaknið! (enskri útgáfu) í nóvember 2006 og bókinni Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 1. bindi, bls. 205-211.