Hvernig getur bænin hjálpað þér?
Pamela glímdi við alvarlegan sjúkdóm og leitaði sér læknishjálpar. En hún bað líka til Guðs um styrk til að þola þessar erfiðu aðstæður. Hjálpaði bænin henni?
„Á meðan ég var í krabbameinsmeðferð fann ég oft fyrir miklum ótta,“ segir Pamela. „En þegar ég bað til Jehóva Guðs varð ég róleg og gat hugsað skýrt. Ég er enn með stöðuga verki en bænin hjálpar mér að vera jákvæð. Þegar fólk spyr mig hvernig ég hafi það svara ég: ,Mér líður ekki vel en ég er glöð.‘“
Við þurfum auðvitað ekki að bíða þangað til að líf okkar liggur við til að biðja til Guðs. Við glímum öll við vandamál, stór og smá, og okkur finnst við oft þurfa hjálp til að takast á við þau. Getur bænin hjálpað okkur?
Í Biblíunni segir: „Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér, aldrei að eilífu lætur hann réttlátan mann hrasa.“ (Sálmur 55:23) Þetta er mjög hughreystandi. Hvernig getur bænin þá hjálpað þér? Þegar þú biður til Guðs á viðeigandi hátt gefur hann þér það sem þú þarft til að takast á við erfiðleika þína. – Sjá rammann „Það sem bænin getur gefið þér.“