Síðari Kroníkubók
27 Jótam+ var 25 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í 16 ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Jerúsa Sadóksdóttir.+ 2 Hann gerði það sem var rétt í augum Jehóva, alveg eins og Ússía faðir hans,+ en ólíkt honum fór hann ekki í leyfisleysi inn í musteri Jehóva.+ Fólkið hélt þó áfram að gera það sem var illt. 3 Hann reisti efra hliðið á húsi Jehóva+ og stóð að miklum framkvæmdum við Ófelmúrinn.+ 4 Hann reisti einnig borgir+ í fjalllendi Júda+ og virki+ og turna+ í skóglendinu. 5 Hann háði stríð við konung Ammóníta+ og sigraði þá að lokum. Það ár greiddu Ammónítar honum 100 talentur* af silfri, 10.000 kór* af hveiti og 10.000 kór af byggi. Það sama greiddu þeir honum annað og þriðja árið.+ 6 Jótam varð sífellt voldugri af því að hann var ákveðinn í að ganga á vegum Jehóva Guðs síns.
7 Það sem er ósagt af sögu Jótams, öllum stríðum hans og verkum, er skráð í Bók Ísraels- og Júdakonunga.+ 8 Hann var 25 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í 16 ár í Jerúsalem.+ 9 Jótam var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum og jarðaður í Davíðsborg.+ Akas sonur hans varð konungur eftir hann.+