Sálmur
Til tónlistarstjórans. Fyrir strengjahljóðfæri. Söngljóð eftir Asaf.+
3 Þar braut hann logandi örvar bogans,
skjöldinn, sverðið og önnur stríðsvopn.+ (Sela)
4 Þú geislar skært.*
Þú ert tignarlegri en fjöll full af villibráð.
5 Hugrakkir menn voru rændir,+
þeir sofnuðu svefni dauðans.
Hermennirnir komu engum vörnum við.+
7 Þú einn ert mikilfenglegur.+
Hver getur staðist brennandi reiði þína?+
8 Af himni kvaðst þú upp dóm.+
Jörðin hræddist og þagði+
9 þegar Guð steig fram til að fullnægja dómi
og bjarga öllum auðmjúkum á jörð.+ (Sela)
11 Vinnið Jehóva Guði ykkar heit og efnið þau,+
allir í kringum hann færi honum gjafir með lotningu.+
12 Hann auðmýkir stolta leiðtoga,
vekur ótta með konungum jarðar.