Orðskviðirnir
3 Að gera það sem er rétt og réttlátt
gleður Jehóva meira en sláturfórn.+
4 Hrokafull augu og stærilátt hjarta
– lampinn sem lýsir hinum vondu er synd.+
7 Ofbeldi hinna illu sópar þeim burt+
því að þeir vilja ekki gera það sem er rétt.
8 Vegur hins seka er hlykkjóttur
en verk hins hreina réttlát.+
11 Þegar háðgjörnum manni er refsað verður hinn óreyndi vitrari
12 Hinn réttláti Guð fylgist með húsi hins vonda
og steypir vondum í ógæfu.+
15 Réttlátur maður gleðst yfir því að gera rétt+
en illvirkja hryllir við því.
16 Sá sem yfirgefur veg viskunnar
mun hvíla hjá hinum dánu og lífvana.+
17 Sá sem er sólginn í að skemmta sér* verður fátækur,+
sá sem er sólginn í vín og olíu verður ekki ríkur.
18 Hinn vondi er lausnargjald fyrir hinn réttláta
og svikarinn verður hrifinn burt í stað hins ráðvanda.+
22 Vitur maður getur unnið borg stríðskappa
og brotið niður vígið sem þeir treysta á.+
23 Sá sem gætir munns síns og tungu
kemur sér ekki í vanda.+
24 Hrokafullur og sjálfumglaður gortari
kallast sá sem sýnir yfirgengilegan hroka.+
25 Það sem letinginn girnist dregur hann til dauða
því að hendur hans vilja ekki vinna.+
26 Allan daginn hugsar hann um það eitt að seðja langanir sínar
en hinn réttláti gefur og sker ekki við nögl.+
30 Engin viska, engin skynsemi og engin ráð eru til gegn Jehóva.+