Jeremía
48 Um Móab.+ Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels, segir:
„Illa er komið fyrir Nebó+ því að henni hefur verið eytt!
Kirjataím+ er niðurlægð og unnin.
Virkið* er til skammar og í molum.+
2 Enginn dásamar Móab lengur.
Í Hesbon+ lögðu menn á ráðin um að kollvarpa honum:
‚Komið, gerum út af við hann sem þjóð.‘
Þú, Madmen, skalt líka þegja
því að sverðið er á eftir þér.
3 Angistaróp heyrist frá Hórónaím,+
eyðing og tortíming.
4 Móab hefur verið lagður í rúst,
börnin hans æpa.
5 Menn ganga hágrátandi upp Lúkítbrekku.
Á leiðinni niður frá Hórónaím heyrast neyðaróp vegna hörmunganna.+
6 Forðið ykkur, flýið til að bjarga lífi ykkar!
Verðið eins og einitré í óbyggðunum.
7 Þar sem þú treystir á verk þín og fjársjóði
verður þú einnig unninn.
Og Kamos+ fer í útlegð
ásamt prestum sínum og höfðingjum.
8 Eyðandinn ræðst inn í hverja borg,
engin borg kemst undan.+
9 Setjið upp vegvísi fyrir Móab
því að hann flýr þegar hann verður lagður í rúst.
Borgir hans vekja skelfingu
og verða mannlausar.+
10 Bölvaður sé sá sem vinnur verk Jehóva með hangandi hendi!
Bölvaður sé sá sem meinar sverði sínu að úthella blóði!
11 Móabítar hafa verið látnir í friði frá æsku
eins og vín sem hvílir á dreggjum sínum.
Þeim hefur ekki verið hellt úr einu keri í annað
og þeir hafa aldrei farið í útlegð.
Þess vegna hefur bragðið af þeim haldist óbreytt
og ilmurinn af þeim ekki breyst.
12 ‚Þeir dagar koma því,‘ segir Jehóva, ‚að ég sendi menn til að velta þeim um koll. Þeir hvolfa þeim og tæma ker þeirra og mölbrjóta krukkur þeirra. 13 Móabítar munu skammast sín fyrir Kamos eins og Ísraelsmenn skammast sín fyrir Betel sem þeir lögðu traust sitt á.+
14 Hvernig dirfist þið að segja: „Við erum miklir stríðskappar, tilbúnir til að berjast“?‘+
15 ‚Móab er í rústum,
ráðist var inn í borgir hans+
og bestu ungmennin drepin,‘+
segir konungurinn sem ber nafnið Jehóva hersveitanna.+
16 Hörmungar Móabíta vofa yfir
og fall þeirra nálgast óðum.+
17 Allir nágrannar þeirra munu hafa samúð með þeim,
allir sem þekkja nafn þeirra.
Segið við þá: ‚Æ, stafurinn sterki er brotinn, hinn dýrlegi sproti!‘
18 Stígðu niður úr dýrð þinni
og sestu í þorsta þínum,* þú dóttir sem býrð í Díbon,+
því að eyðandi Móabs heldur gegn þér
og hann brýtur niður vígi þín.+
19 Stattu við veginn og líttu í kringum þig, þú sem býrð í Aróer.+
Spyrðu flóttamanninn og konuna sem hefur komist undan: ‚Hvað gerðist?‘
20 Móab er niðurlægður og gripinn skelfingu.
Æpið og hljóðið.
Tilkynnið í Arnon+ að Móab hafi verið eytt.
21 Dómur er genginn yfir sléttlendið,*+ yfir Hólon, Jahas+ og Mefaat,+ 22 yfir Díbon,+ Nebó+ og Bet Díblataím, 23 yfir Kirjataím,+ Bet Gamúl og Bet Meon,+ 24 yfir Keríót+ og Bosra og allar borgir í Móabslandi, fjær og nær.
25 ‚Styrkur* Móabs hefur verið höggvinn af,
armur hans brotinn,‘ segir Jehóva.
26 ‚Gerið hann drukkinn+ því að hann hefur hreykt sér gegn Jehóva.+
Móab veltir sér í ælu sinni
og er orðinn að athlægi.
27 Hæddist þú ekki að Ísrael?+
Var hann gripinn meðal þjófa
fyrst þú hristir höfuðið yfir honum og gerðir lítið úr honum?
28 Yfirgefið borgirnar og setjist að í klettunum, þið sem búið í Móab,
og verðið eins og dúfa sem gerir sér hreiður í gljúfraveggnum.‘“
29 „Við höfum heyrt um yfirgengilegan hroka Móabs,
um yfirlæti hans, hroka og stolt, og um sjálfumgleði hjarta hans.“+
30 „‚Ég þekki heift hans,‘ segir Jehóva,
‚en stóryrði hans reynast marklaus.
Þeir fá engu áorkað.
Blómlegir sprotar þínir hafa teygt sig yfir hafið,
þeir náðu til hafsins, til Jaser.
Eyðandinn hefur kastað sér yfir sumarávexti þína og vínuppskeru.+
33 Fögnuður og gleði er horfin úr aldingarðinum
og úr Móabslandi.+
Ég lét vínið hætta að flæða úr vínpressunni.
Enginn treður vínber lengur með gleðiópum.
Ópin verða annars konar.‘“+
34 „‚Hrópin í Hesbon+ ná allt til Eleale,+
raddir þeirra berast allt til Jahas,+
frá Sóar til Hórónaím+ og Eglat Selisíu.
Jafnvel Nimrímvötn verða að eyðimörk.+
35 Ég uppræti úr Móab,‘ segir Jehóva,
‚þann sem færir fórn á fórnarhæðinni
og þann sem færir guði sínum sláturfórnir.
36 Þess vegna kveinar* hjarta mitt yfir Móab eins og flauta*+
og hjarta mitt kveinar* yfir íbúum Kír Heres eins og flauta*
því að hann missir auðinn sem hann hefur aflað sér.
37 Hvert höfuð er sköllótt+
og hvert skegg skorið af.
38 „‚Á hverju þaki í Móab
og á öllum torgum hans
heyrist ekkert nema harmakvein
því að ég hef brotið Móab
eins og krukku sem enginn vill,‘ segir Jehóva.
39 ‚Hann er skelfingu lostinn! Grátið!
Móab hefur hörfað með skömm!
Móab er orðinn að athlægi,
hann vekur skelfingu meðal allra nágranna sinna.‘“
40 „Þetta segir Jehóva:
41 Bæirnir verða herteknir
og virkin unnin.
Á þeim degi verður hjarta hermanna Móabs
eins og hjarta konu í barnsburði.‘“
43 Skelfing, gryfja og gildra bíða þín,
þú sem býrð í Móab,‘ segir Jehóva.
44 ‚Sá sem flýr skelfinguna fellur í gryfjuna
og sá sem kemst upp úr gryfjunni festist í gildrunni.‘
‚Ég refsa Móab á árinu sem ég hef ákveðið,‘ segir Jehóva.
Hann gleypir enni Móabs
og hauskúpur ofbeldismannanna.‘+
46 ‚Það er úti um þig, Móab!
Þjóð Kamoss+ er liðin undir lok
því að synir þínir hafa verið teknir til fanga
og dætur þínar fluttar í útlegð.+
47 En ég leiði útlaga Móabs aftur heim á síðustu dögum,‘ segir Jehóva.
‚Hér lýkur dómsboðskapnum yfir Móab.‘“+