Hósea
7 „Í hvert skipti sem ég ætla að lækna Ísrael
kemur sekt Efraíms í ljós+
og illska Samaríu+
því að þeir eru svikulir.+
Þjófar brjótast inn og ræningjaflokkar ræna úti fyrir.+
2 En þeir hugsa ekki um að ég man eftir öllum illskuverkum þeirra.+
Nú eru verk þeirra allt í kringum þá,
þau blasa við mér.
3 Þeir gleðja konunginn með illsku sinni
og höfðingjana með svikum sínum.
4 Þeir fremja allir hjúskaparbrot.
Þeir brenna eins og ofn sem bakari kyndir.
Hann þarf ekki að skara í eldinn meðan hann hnoðar deigið og lætur það hefast.
5 Á degi konungs okkar urðu höfðingjarnir veikir
– vínið gerði þá ævareiða.+
Hann rétti háðfuglum höndina.
6 Þeir nálgast með hjörtum sem brenna eins og ofn.*
Bakarinn sefur alla nóttina,
um morguninn logar glatt í ofninum.
8 Efraím blandast þjóðunum.+
Efraím er eins og flatkaka sem ekki er snúið.
9 Ókunnugir hafa gleypt kraft hans+ en hann veit ekki af því.
Gráa hárið er orðið hvítt en hann tekur ekki eftir því.
10 Hroki Ísraels vitnar gegn honum+
en þeir hafa ekki snúið aftur til Jehóva Guðs síns+
né leitað hans þrátt fyrir allt þetta.
11 Efraím er eins og einföld og óskynsöm dúfa.+
Þeir kalla á Egyptaland,+ leita til Assýríu.+
12 Ég kasta neti mínu yfir þá hvert sem þeir fara,
dreg þá niður eins og fugla himins.
Ég aga þá eins og ég hef varað söfnuð þeirra við.+
13 Illa fer fyrir þeim því að þeir hafa flúið mig!
Ógæfa komi yfir þá því að þeir hafa syndgað gegn mér!
Ég ætlaði að endurleysa þá en þeir lugu upp á mig.+
14 Þeir hrópuðu ekki til mín á hjálp af einlægu hjarta+
þótt þeir kveinuðu í rúmum sínum.
Þeir skáru sig til að fá korn og nýtt vín,
þeir snúast gegn mér.
15 Ég leiðbeindi þeim og styrkti hendur þeirra
en samt eru þeir á móti mér og hafa illt í hyggju.
16 Þeir sneru sér en þó ekki að neinu háleitara.*
Þeir brugðust eins og slakur bogi.+
Höfðingjar þeirra falla fyrir sverði vegna ósvífinnar tungu sinnar.
Þess vegna verða þeir hafðir að háði í Egyptalandi.“+