Amos
6 „Illa fer fyrir hinum sjálfsöruggu á Síon,
hinum áhyggjulausu á Samaríufjalli,+
stórmennum hinnar fremstu þjóðar,
þeim sem Ísraelsmenn leita til.
2 Farið yfir til Kalne og skoðið ykkur um.
Farið þaðan til stórborgarinnar Hamat,+
síðan niður til Gat, borgar Filistea.
Eru þær betri en þessi konungsríki?*
Er land þeirra stærra en ykkar?
3 Lokið þið augunum fyrir ógæfudeginum?+
Þið komið á fót kúgunarstjórn.+
4 Þeir liggja á fílabeinsrúmum+ og flatmaga á legubekkjum.+
Þeir borða lömbin úr hjörðinni og alikálfana.*+
og smyrja sig með gæðaolíum
7 Þess vegna verða þeir fluttir í útlegð í fararbroddi útlaganna+
og veislu flatmagandi nautnaseggjanna lýkur.
8 ‚Alvaldur Drottinn Jehóva hefur svarið við sjálfan sig,‘+ segir Jehóva, Guð hersveitanna:
Ég framsel borgina og allt sem í henni er.+
9 Ef tíu menn eru eftir í einu húsi skulu þeir deyja. 10 Ættingi* kemur til að bera líkin út og brenna þau eitt af öðru. Hann ber beinin út úr húsinu og spyr síðan þann sem er í innsta hluta hússins: ‚Eru einhverjir fleiri hjá þér?‘ og hann svarar: ‚Nei, enginn.‘ Þá segir hann: ‚Hafðu hljótt því að nú er ekki tíminn til að nefna nafn Jehóva.‘“
11 Jehóva gefur skipunina.+
Hann gerir stóru húsin að grjóthrúgum
og litlu húsin að rústum.+
12 Hlaupa hestar á klettum
eða plægja menn þar með nautum?
13 Þið gleðjist yfir því sem hefur ekkert gildi
14 Þess vegna sendi ég þjóð gegn ykkur,+ Ísraelsmenn,‘ segir Jehóva, Guð hersveitanna.
‚Hún mun kúga ykkur frá Lebó Hamat*+ alla leið að Arabaflóðdalnum.‘“*