Sakaría
10 „Biðjið Jehóva um regn þegar vorregnið á að koma.
Þeir segja frá gagnslausum draumum
og til einskis reyna þeir að hugga.
Þess vegna ráfar fólk um eins og sauðfé,
illa haldið því að það hefur engan hirði.
3 Ég er hirðunum bálreiður
og læt harðstjórana* standa fyrir máli sínu.
Jehóva hersveitanna hefur snúið sér að hjörð sinni,+ Júdamönnum,
og gert þá tignarlega eins og stríðshest sinn.
4 Frá þeim kemur leiðtoginn,*
frá þeim kemur stjórnandinn sem styður,*
frá þeim kemur stríðsboginn,
frá þeim ganga allir umsjónarmennirnir* fram, allir saman.
5 Þeir verða eins og hermenn
sem troða forugar göturnar í stríðinu.
6 Ég geri Júdamenn öfluga
og bjarga ætt Jósefs.+
Ég mun leiða þá heim á ný
því að ég sýni þeim miskunn.+
Þeir verða eins og ég hafi aldrei hafnað þeim+
því að ég er Jehóva Guð þeirra og ég bænheyri þá.
7 Efraímítar verða eins og öflugur hermaður
og hjörtu þeirra gleðjast eins og af víni.+
Synir þeirra sjá það og fagna,
hjörtu þeirra gleðjast vegna Jehóva.+
8 ‚Ég blístra til þeirra og safna þeim saman
því að ég kaupi þá lausa+ og þeim mun fjölga.
Þeir verða alltaf fjölmennir.
9 Þó að ég dreifi þeim eins og fræi meðal þjóðanna
muna þeir eftir mér á fjarlægum slóðum.
Þeir lifna við ásamt börnum sínum og snúa aftur.
10 Ég flyt þá heim frá Egyptalandi
og safna þeim saman frá Assýríu.+
11 Ég fer um hafið og ýfi það,
ég lægi öldur hafsins.+
Allir dýpstu hyljir Nílar þorna upp.
Hroki Assýríu steypist niður
og veldissproti Egyptalands skal víkja.+