Fjórða Mósebók
20 Í fyrsta mánuðinum komu allir Ísraelsmenn til óbyggða Sin og þeir settust um kyrrt í Kades.+ Þar dó Mirjam+ og var jörðuð.
2 Þar var ekkert vatn handa fólkinu+ og það snerist gegn Móse og Aroni. 3 Fólkið kvartaði við Móse+ og sagði: „Bara að við hefðum dáið þegar bræður okkar dóu frammi fyrir Jehóva! 4 Af hverju hafið þið leitt söfnuð Jehóva út í þessar óbyggðir svo að við deyjum hér ásamt búfé okkar?+ 5 Af hverju hafið þið leitt okkur út úr Egyptalandi og farið með okkur á þennan skelfilega stað?+ Hér vex hvorki korn né fíkjur né vínber né granatepli, og við höfum ekkert vatn að drekka.“+ 6 Móse og Aron gengu þá burt frá söfnuðinum að inngangi samfundatjaldsins og féllu á grúfu, og dýrð Jehóva birtist þeim.+
7 Jehóva sagði við Móse: 8 „Taktu stafinn og kallið fólkið saman, þú og Aron bróðir þinn. Ávarpið klettinn fyrir augum þess svo að vatn spretti fram. Þú skalt láta vatn koma út úr klettinum handa fólkinu þannig að það og búfé þess fái að drekka.“+
9 Móse tók þá stafinn sem lá frammi fyrir Jehóva+ eins og hann hafði sagt honum að gera. 10 Móse og Aron kölluðu síðan söfnuðinn saman fyrir framan klettinn og Móse sagði: „Hlustið nú, uppreisnarseggirnir ykkar! Þurfum við að láta vatn spretta fram úr þessum kletti handa ykkur?“+ 11 Móse lyfti nú hendinni og sló tvisvar á klettinn með stafnum. Þá streymdi fram mikið vatn og fólkið og búféð fékk að drekka.+
12 Síðar sagði Jehóva við Móse og Aron: „Þar sem þið treystuð mér ekki og helguðuð mig ekki frammi fyrir Ísraelsmönnum fáið þið ekki að leiða þennan söfnuð inn í landið sem ég ætla að gefa honum.“+ 13 Þetta eru Meríbavötn*+ þar sem Ísraelsmenn kvörtuðu við Jehóva svo að hann sýndi þeim að hann er heilagur.
14 Móse sendi nú menn frá Kades með boð til konungsins í Edóm:+ „Þetta segir Ísrael bróðir þinn:+ ‚Þú veist vel hvaða erfiðleika við höfum mátt þola. 15 Forfeður okkar fóru til Egyptalands+ og við bjuggum þar árum* saman.+ En Egyptar fóru illa með okkur og forfeður okkar.+ 16 Að lokum hrópuðum við til Jehóva+ og hann heyrði hróp okkar, sendi engil+ og leiddi okkur út úr Egyptalandi. Og nú erum við í Kades, borg við landamæri þín. 17 Við biðjum um leyfi til að fara um land þitt. Við munum ekki fara um nokkurn akur eða víngarð og ekki drekka vatn úr nokkrum brunni. Við munum fara Konungsveginn og hvorki víkja til hægri né vinstri fyrr en við erum komin í gegnum yfirráðasvæði þitt.‘“+
18 En konungurinn í Edóm svaraði: „Þið megið ekki fara um yfirráðasvæði okkar. Ef þið gerið það ræðst ég gegn ykkur með sverði.“ 19 Ísraelsmenn sögðu þá við hann: „Við förum eftir þjóðveginum og ef við og búfé okkar drekkum vatn þitt skulum við borga fyrir það.+ Við biðjum ekki um annað en að fá að fara fótgangandi gegnum landið.“+ 20 En hann sagði: „Þið fáið ekki að fara um landið.“+ Konungurinn í Edóm hélt síðan gegn þeim með miklu liði og öflugum her.* 21 Fyrst konungurinn í Edóm neitaði Ísraelsmönnum um að fara um landið ákváðu þeir að fara aðra leið.+
22 Ísraelsmenn, allt fólkið, lögðu nú af stað frá Kades og komu að Hórfjalli.+ 23 Jehóva sagði þá við Móse og Aron hjá Hórfjalli við landamæri Edóms: 24 „Aron mun safnast til fólks síns.*+ Hann fær ekki að ganga inn í landið sem ég ætla að gefa Ísraelsmönnum því að þið gerðuð báðir uppreisn gegn fyrirmælum mínum varðandi Meríbavötn.+ 25 Taktu Aron og Eleasar son hans með þér upp á Hórfjall. 26 Klæddu Aron úr prestklæðunum+ og klæddu Eleasar+ son hans í þau. Aron mun deyja þar.“
27 Móse gerði þá eins og Jehóva hafði sagt honum og þeir gengu upp á Hórfjall í augsýn alls fólksins. 28 Móse klæddi Aron úr fötunum og klæddi Eleasar son hans í þau. Síðan dó Aron þarna á fjallstindinum.+ Móse og Eleasar gengu svo niður af fjallinu. 29 Þegar fólkið áttaði sig á að Aron var dáinn syrgðu allir Ísraelsmenn hann í 30 daga.+