Rutarbók
4 Bóas fór nú upp til borgarhliðsins+ og settist þar. Þá vildi svo til að lausnarmaðurinn sem Bóas hafði minnst á+ átti leið hjá. Bóas sagði: „Þú þarna,* komdu hingað og fáðu þér sæti.“ Hann kom þangað og settist. 2 Síðan kallaði Bóas saman tíu af öldungum borgarinnar+ og sagði: „Setjist hér.“ Og þeir settust.
3 Bóas sagði síðan við lausnarmanninn:+ „Naomí hefur snúið heim frá Móabslandi+ og neyðist til að selja akurinn sem Elímelek frændi okkar átti.+ 4 Mér fannst réttast að láta þig vita og segja þér að kaupa hann í viðurvist þeirra sem búa hér og öldunga fólks míns.+ Ef þú vilt kaupa* hann skaltu gera það því að þú átt réttinn á því. En ef þú vilt ekki kaupa hann skaltu segja mér það því að ég er næstur í röðinni.“ Hann svaraði: „Ég vil kaupa hann.“+ 5 Þá sagði Bóas: „Hafðu í huga að daginn sem þú kaupir akurinn af Naomí kaupirðu hann líka af Rut hinni móabísku, ekkju hins látna, til að erfðalandið haldist í ætt hins látna.“+ 6 Þá svaraði lausnarmaðurinn: „Ég get ekki keypt hann því að það gæti spillt arfinum mínum. Þú skalt sjálfur kaupa hann. Ég afsala mér réttinum því að ég get ekki keypt hann.“
7 Frá fornu fari var það venja í Ísrael að staðfesta réttinn til endurkaupa og öll skipti á þeim rétti með eftirfarandi hætti: Viðkomandi þurfti að taka af sér sandalann+ og rétta hinum. Þannig voru samningar staðfestir* í Ísrael. 8 Lausnarmaðurinn tók því af sér sandalann og sagði við Bóas: „Þú skalt kaupa hann.“ 9 Þá sagði Bóas við öldungana og allt fólkið: „Í dag eruð þið vottar þess+ að ég kaupi af Naomí allt sem Elímelek átti og allt sem Kiljón og Mahlón áttu. 10 Ég kaupi líka Rut hina móabísku, ekkju Mahlóns, mér að eiginkonu til að erfðaland hins látna haldist í ætt hans+ og nafn hans gleymist ekki meðal bræðra hans og fólksins í borginni. Í dag eruð þið vottar þess.“+
11 Þá sögðu öldungarnir og allt fólkið í borgarhliðinu: „Við erum vottar þess! Megi Jehóva gera eiginkonu þína* eins og Rakel og Leu sem urðu báðar ættmæður Ísraelsþjóðarinnar.+ Við óskum þér alls hins besta í Efrata+ og vonum að þú getir þér gott orð* í Betlehem.+ 12 Megi afkomendur þínir, sem Jehóva gefur þér með þessari ungu konu,+ verða eins og ætt Peresar+ sem Júda eignaðist með Tamar.“
13 Síðan gekk Bóas að eiga Rut. Hann lagðist með henni og hún varð barnshafandi með blessun Jehóva og fæddi son. 14 Þá sögðu konurnar við Naomí: „Lofaður sé Jehóva sem hefur gefið þér lausnarmann í dag. Megi nafn drengsins verða lofað í Ísrael. 15 Hann* hefur gefið þér nýjan kraft og mun annast þig í ellinni því að tengdadóttir þín fæddi hann, hún sem elskar þig+ og hefur reynst þér betur en sjö synir.“ 16 Naomí tók drenginn í fangið og annaðist hann.* 17 Nágrannakonurnar gáfu honum nafn og sögðu: „Naomí hefur eignast son.“ Þær nefndu hann Óbeð.+ Hann er faðir Ísaí+ föður Davíðs.
18 Þetta er ættartala* Peresar:+ Peres eignaðist Hesrón,+ 19 Hesrón eignaðist Ram, Ram eignaðist Ammínadab,+ 20 Ammínadab+ eignaðist Nakson, Nakson eignaðist Salmón, 21 Salmón eignaðist Bóas, Bóas eignaðist Óbeð, 22 Óbeð eignaðist Ísaí+ og Ísaí eignaðist Davíð.+