-
1. Kroníkubók 10:1–5Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
10 Filistear herjuðu nú á Ísrael. Ísraelsmenn flúðu undan þeim en margir voru felldir á Gilbóafjalli.+ 2 Filistear eltu Sál og syni hans og drápu Jónatan, Abínadab og Malkísúa+ syni Sáls. 3 Sál átti nú í vök að verjast. Bogaskytturnar komu auga á hann, hæfðu hann og særðu.+ 4 Þá sagði Sál við skjaldsvein sinn: „Dragðu sverð þitt og rektu mig í gegn. Annars koma þessir óumskornu menn og fara hrottalega með mig.“+ En skjaldsveinninn vildi það ekki því að hann var lafhræddur. Sál tók þá sverð sitt og lét sig falla á það.+ 5 Þegar skjaldsveinninn sá að Sál var dáinn lét hann sig líka falla á sverð sitt og dó.
-