-
1. Konungabók 15:18Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
18 Þá tók Asa allt silfrið og gullið sem var eftir í fjárhirslum húss Jehóva og fjárhirslum konungshallarinnar og fékk það þjónum sínum. Asa konungur sendi þá til Benhadads Sýrlandskonungs,+ sonar Tabrimmons Hesíonssonar, sem bjó í Damaskus. Þeir áttu að flytja honum þessi boð:
-
-
2. Konungabók 18:14, 15Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
14 Þá sendi Hiskía Júdakonungur þessi skilaboð til Assýríukonungs í Lakís: „Ég hef brotið af mér. Farðu burt frá mér og ég skal gefa þér hvað sem þú krefur mig um.“ Assýríukonungur krafði þá Hiskía Júdakonung um 300 talentur* af silfri og 30 talentur af gulli. 15 Hiskía lét hann fá allt silfrið sem var í húsi Jehóva og fjárhirslum konungshallarinnar.+
-
-
2. Konungabók 24:12, 13Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
12 Jójakín Júdakonungur gekk þá út til Babýlonarkonungs+ ásamt móður sinni, þjónum sínum, höfðingjum* og hirðmönnum+ og Babýlonarkonungur tók hann til fanga. Þetta var á áttunda stjórnarári hans.+ 13 Hann flutti alla fjársjóðina úr húsi Jehóva og konungshöllinni+ og braut öll gulláhöldin sem Salómon Ísraelskonungur hafði gert fyrir musteri Jehóva.+ Allt þetta gerðist eins og Jehóva hafði sagt.
-