-
1. Konungabók 9:9Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
9 Þá segja menn: ‚Vegna þess að þeir yfirgáfu Jehóva Guð sinn sem leiddi forfeður þeirra út úr Egyptalandi. Þeir tóku sér aðra guði, féllu fram fyrir þeim og þjónuðu þeim. Þess vegna hefur Jehóva leitt alla þessa ógæfu yfir þá.‘“+
-
-
1. Konungabók 16:30–33Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
30 Í augum Jehóva var Akab Omríson verri en allir forverar hans.+ 31 Hann lét sér ekki nægja að drýgja sömu syndir og Jeróbóam+ Nebatsson heldur tók hann sér Jesebel,+ dóttur Etbaals konungs Sídoninga,+ að konu og fór að tilbiðja Baal+ og falla fram fyrir honum. 32 Hann reisti altari handa Baal í Baalsmusterinu*+ sem hann hafði byggt í Samaríu. 33 Hann gerði einnig helgistólpa.*+ Akab gerði margt sem misbauð Jehóva Guði Ísraels, meira en allir Ísraelskonungar á undan honum.
-