-
1. Konungabók 8:37–40Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
37 Ef hungursneyð verður í landinu,+ drepsótt brýst út, gróður sviðnar eða mjölsveppur+ og gráðugar engisprettur herja á landið, ef óvinur sest um einhverja af borgum landsins eða önnur plága eða sjúkdómur ríður yfir+ 38 og ef einhver lyftir höndum í átt að þessu húsi, ákallar þig og biður um velvild,+ hvort sem það er einstaklingur eða öll þjóð þín, Ísrael, (því að hver og einn þekkir kvöl hjarta síns)+ 39 leggðu þá við hlustir á himnum þar sem þú býrð+ og fyrirgefðu þeim.+ Láttu til þín taka og launaðu hverjum og einum eftir verkum hans+ því að þú þekkir hjartalag hans. (Þú einn gerþekkir hjörtu allra manna.)+ 40 Þá munu þeir óttast þig eins lengi og þeir lifa í landinu sem þú gafst forfeðrum okkar.
-