Þriðja Mósebók
16 Jehóva talaði við Móse eftir að tveir synir Arons dóu þegar þeir gengu fram fyrir Jehóva.+ 2 Jehóva sagði við Móse: „Segðu Aroni bróður þínum að hann megi ekki ganga hvenær sem er inn í hið allra helgasta,+ inn fyrir fortjaldið,+ og taka sér stöðu fyrir framan lok arkarinnar. Ef hann gerir það deyr hann+ því að ég birtist í skýi+ yfir lokinu.+
3 Þegar Aron kemur í helgidóminn á hann að taka með sér ungnaut í syndafórn+ og hrút í brennifórn.+ 4 Hann á að klæða sig í heilaga línkyrtilinn+ og hylja nekt sína með stuttu línbuxunum.*+ Hann á að gyrða sig línbeltinu+ og setja vefjarhöttinn+ úr líni á höfuð sér. Þetta er heilagur fatnaður.+ Hann skal baða sig í vatni+ áður en hann klæðist honum.
5 Aron á að taka við tveim hafurkiðum í syndafórn frá söfnuði Ísraelsmanna+ og einum hrút í brennifórn.
6 Hann á að bera fram syndafórnarnautið fyrir sjálfan sig og friðþægja fyrir sig+ og ætt* sína.
7 Hann á síðan að taka báða geithafrana og láta þá standa frammi fyrir Jehóva við inngang samfundatjaldsins. 8 Hann á að varpa hlutkesti um hafrana. Annar hluturinn er fyrir Jehóva en hinn fyrir Asasel.* 9 Aron skal leiða fram hafurinn sem hlutur+ Jehóva féll á og færa hann að syndafórn. 10 En hafurinn sem hlutur Asasels féll á skal leiddur lifandi fram fyrir Jehóva til að afla friðþægingar með honum. Síðan má senda Asasel-hafurinn út í óbyggðirnar.+
11 Aron skal leiða fram nautið sem er syndafórn fyrir hann sjálfan og friðþægja fyrir sig og ætt sína. Að því búnu skal hann slátra syndafórnarnautinu.+
12 Hann á að taka eldpönnu+ fulla af glóandi kolum af altarinu+ frammi fyrir Jehóva og tvær lúkur af fínu ilmreykelsi+ og fara með það inn fyrir fortjaldið.+ 13 Hann á að leggja reykelsið á glóandi kolin frammi fyrir Jehóva+ og reykelsisskýið á að hylja arkarlokið+ sem er yfir vitnisburðinum+ svo að hann deyi ekki.
14 Hann á að taka nokkuð af blóði nautsins+ og sletta því með fingrinum fyrir framan lokið austan megin og hann á að sletta nokkru af blóðinu með fingrinum sjö sinnum fyrir framan lokið.+
15 Síðan á hann að slátra hafrinum sem er syndafórn fyrir fólkið+ og fara með blóðið úr honum inn fyrir fortjaldið.+ Hann skal meðhöndla það eins og hann meðhöndlaði blóð nautsins.+ Hann skal sletta því í átt að lokinu og fyrir framan lokið.
16 Hann á að friðþægja fyrir hið allra helgasta vegna óhreinna verka Ísraelsmanna og vegna misgerða þeirra og synda.+ Hann skal gera hið sama fyrir samfundatjaldið sem stendur meðal þeirra sem vinna óhrein verk.
17 Enginn annar má vera í samfundatjaldinu frá því að hann gengur inn til að friðþægja í hinu allra helgasta og þar til hann kemur út. Hann á að friðþægja fyrir sig og ætt sína+ og fyrir allan söfnuð Ísraels.+
18 Hann á síðan að ganga út að altarinu+ sem er frammi fyrir Jehóva og friðþægja fyrir það. Hann skal taka nokkuð af blóði nautsins og nokkuð af blóði hafursins og bera það á horn altarisins hringinn í kring. 19 Hann á einnig að sletta nokkru af blóðinu með fingri sínum sjö sinnum á altarið og hreinsa það af óhreinum verkum Ísraelsmanna og helga það.
20 Þegar hann hefur lokið við að friðþægja+ fyrir hið allra helgasta, samfundatjaldið og altarið+ á hann að leiða fram lifandi geithafurinn.+ 21 Aron skal leggja báðar hendur á höfuð hafursins og játa yfir honum öll afbrot Ísraelsmanna, allar misgerðir þeirra og allar syndir. Hann skal leggja þetta á höfuð hafursins+ og senda hann út í óbyggðirnar með manni sem hefur verið valinn til verksins.* 22 Maðurinn á að sleppa hafrinum í óbyggðunum+ og þannig ber hafurinn öll afbrot þeirra+ út í eyðimörkina.+
23 Aron á síðan að ganga inn í samfundatjaldið, fara úr línklæðnaðinum sem hann fór í þegar hann gekk inn í hið allra helgasta og leggja hann frá sér þar. 24 Hann á að baða sig í vatni+ á heilögum stað og klæða sig í hin fötin.+ Síðan á hann að koma út og færa brennifórn sína+ og brennifórn fólksins+ og friðþægja fyrir sjálfan sig og fólkið.+ 25 Hann skal brenna fitu syndafórnarinnar á altarinu.
26 Maðurinn sem sleppti Asasel-hafrinum+ í óbyggðunum á að þvo föt sín og baða sig í vatni. Síðan má hann koma inn í búðirnar.
27 Eftir að farið hefur verið með blóð syndafórnarnautsins og hafursins inn í hið allra helgasta til friðþægingar skal fara með fórnardýrin út fyrir búðirnar og brenna húðir þeirra, kjöt og gor.+ 28 Sá sem brennir þetta á að þvo föt sín og baða sig í vatni. Síðan má hann koma inn í búðirnar.
29 Þetta skal vera varanlegt ákvæði hjá ykkur: Á tíunda degi sjöunda mánaðarins skuluð þið sýna að þið harmið syndir ykkar.* Þið megið ekki vinna nokkurt verk,+ hvorki þið sem eruð innfæddir né útlendingar sem búa á meðal ykkar. 30 Á þessum degi verður friðþægt+ fyrir ykkur til að lýsa ykkur hrein. Þið verðið hrein af öllum syndum ykkar frammi fyrir Jehóva.+ 31 Þetta er alger hvíldardagur fyrir ykkur og þið skuluð sýna að þið harmið syndir ykkar.+ Það er varanlegt ákvæði.
32 Presturinn sem er smurður+ og vígður* til að þjóna+ í stað föður síns+ skal færa friðþægingarfórn og klæðast línklæðnaðinum,+ hinum heilaga fatnaði.+ 33 Hann á að friðþægja fyrir hinn heilaga helgidóm,+ samfundatjaldið+ og altarið+ og friðþægja fyrir prestana og alla í söfnuðinum.+ 34 Þetta skal vera varanlegt ákvæði fyrir ykkur+ til að friðþægja fyrir Ísraelsmenn einu sinni á ári vegna allra synda þeirra.“+
Og Aron gerði eins og Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um.