Sálmur
78 Hlustaðu, þjóð mín, á lög mín,*
gefðu gaum að orðum mínum.
3 Það sem við höfum heyrt og þekkjum,
það sem feður okkar sögðu okkur frá,+
4 felum við ekki fyrir sonum þeirra.
Við segjum komandi kynslóð+
frá lofsverðum verkum Jehóva og styrk hans,+
þeim undrum sem hann hefur unnið.+
5 Hann gaf Jakobi ákvæði*
og setti lög í Ísrael.
Hann sagði forfeðrum okkar
að fræða börn sín um þau+
6 svo að komandi kynslóð,
börnin sem voru enn ekki fædd, gæti kynnst þeim+
og síðan sagt börnum sínum frá þeim.+
9 Efraímítar voru vopnaðir boga
en á orrustudeginum hörfuðu þeir.
13 Hann klauf hafið og lét þá ganga gegnum það,
hann lét sjóinn standa eins og stífluvegg.+
14 Hann leiddi þá með skýi á daginn
og með lýsandi eldi um nætur.+
15 Hann klauf kletta í óbyggðunum
og lét þá drekka nægju sína eins og úr djúpum lindum.+
16 Hann lét ár spretta úr kletti
og vatn streyma eins og fljót.+
17 En þeir héldu áfram að syndga gegn honum
og gera uppreisn gegn Hinum hæsta í eyðimörkinni.+
19 Þeir kvörtuðu við Guð og sögðu:
„Getur Guð lagt á borð í óbyggðunum?“+
20 Hann sló á klett
svo að vatn rann og ár streymdu fram.+
„Getur hann líka gefið okkur brauð
eða séð fólki sínu fyrir kjöti?“+
21 Jehóva reiddist ákaflega þegar hann heyrði þetta.+
Eldur+ gaus upp gegn Jakobi
og reiði Guðs blossaði gegn Ísrael+
22 því að þeir trúðu ekki á Guð+
og treystu ekki að hann gæti bjargað þeim.
23 Hann skipaði þá skýjunum
og opnaði dyr himins.
26 Hann gaf austanvindinum lausan tauminn á himnum
og vakti sunnanvind með krafti sínum.+
27 Hann lét kjöti rigna yfir þá eins og ryki,
fuglum eins og sandi á sjávarströnd.
28 Hann lét þá falla í miðjum búðum sínum,
allt í kringum tjöld sín.
29 Þeir átu sér til óbóta,
hann gaf þeim það sem þeir girntust.+
30 En áður en þeim tókst að seðja græðgina,
meðan maturinn var enn í munni þeirra,
31 blossaði reiði Guðs upp gegn þeim.+
Hann tók sterkustu menn þeirra af lífi,+
felldi unga menn Ísraels.
33 Hann batt enda á ævidaga þeirra eins og væru þeir aðeins vindgustur,+
ár þeirra enduðu með skelfingu.
34 En í hvert sinn sem hann refsaði þeim með dauða sneru þeir aftur til hans.+
Þeir sneru við og leituðu Guðs,
35 minnugir þess að hann var klettur þeirra,+
36 En þeir reyndu að blekkja hann með orðum sínum
og lugu að honum með tungunni.
38 En hann var miskunnsamur.+
Hann fyrirgaf* syndir þeirra og tortímdi þeim ekki.+
Oft hélt hann aftur af reiði sinni+
og gaf bræðinni ekki lausan tauminn.
42 Þeir mundu ekki eftir mætti* hans,
deginum sem hann bjargaði þeim undan* óvininum,+
43 hvernig hann birti tákn sín í Egyptalandi+
og kraftaverk sín á Sóansvæðinu.
44 Hann breytti Nílarám í blóð+
svo að þeir gátu ekki drukkið úr þeim.
46 Hann gaf gráðugum engisprettum uppskeru þeirra
og engisprettusveim ávöxt erfiðis þeirra.+
47 Hann eyddi vínviði þeirra
og mórfíkjutrjám með hagli.+
49 Hann lét þá kenna á brennandi reiði sinni
með bræði, gremju og raunum.
Sveitir engla færðu þeim ógæfu.
50 Hann ruddi reiði sinni braut.
Hann þyrmdi ekki lífi þeirra
heldur gaf þá* drepsóttinni á vald.
51 Að lokum felldi hann alla frumburði Egypta,+
frumgróða karlmennsku þeirra í tjöldum Kams.
52 Síðan fór hann með fólk sitt þaðan eins og sauði+
og leiddi það eins og hjörð í óbyggðunum.
53 Hann leiddi þá óhulta
og þeir óttuðust ekki.+
Hafið huldi óvini þeirra.+
Hann lét ættkvíslir Ísraels setjast að á heimilum sínum.+
56 En þeir héldu áfram að ögra Hinum hæsta* og rísa gegn honum.+
Þeir gáfu ekki gaum að áminningum hans.+
59 Guð heyrði það og reiddist,+
hann hafnaði Ísrael með öllu.
61 Hann lét tákn máttar síns fara í útlegð,
lét dýrð sína í hendur andstæðingsins.+
62 Hann lét fólk sitt falla fyrir sverði+
og reiddist arfleifð sinni ákaflega.
63 Eldur gleypti ungu mennina
og enginn söng brúðkaupssöng fyrir meyjar hans.*
66 Hann rak andstæðinga sína á flótta+
og gerði þeim varanlega skömm.
67 Hann hafnaði tjaldi Jósefs,
valdi ekki ættkvísl Efraíms.