Sálmur
3 Segið stolt frá heilögu nafni hans.+
Hjörtu þeirra sem leita Jehóva gleðjist.+
4 Leitið Jehóva+ og máttar hans.
Leitið stöðugt áheyrnar* hans.
5 Munið eftir máttarverkunum sem hann vann,
kraftaverkum hans og dómunum sem hann kvað upp,+
6 þið afkomendur Abrahams þjóns hans,+
þið synir Jakobs, hans útvöldu.+
7 Hann er Jehóva Guð okkar.+
Dómar hans gilda um alla jörð.+
8 Hann minnist sáttmála síns að eilífu,+
loforðsins sem hann gaf þúsund kynslóðum,+
9 sáttmálans sem hann gerði við Abraham+
og eiðsins sem hann sór Ísak.+
10 Hann gaf Jakobi hann sem lög
og Ísrael sem varanlegan sáttmála.
13 Þeir reikuðu um frá einni þjóð til annarrar,
frá einu ríki til annars.+
14 Hann leyfði engum að kúga þá+
en þeirra vegna ávítaði hann konunga+
15 og sagði: „Snertið ekki mína smurðu
og gerið spámönnum mínum ekki mein.“+
17 Hann sendi á undan þeim mann,
Jósef, sem var seldur í þrælkun.+
20 Konungurinn lét leysa hann úr haldi,+
drottnari þjóðanna frelsaði hann.
21 Hann gerði hann að herra yfir heimili sínu,
fól honum yfirráð yfir öllum eigum sínum+
22 og vald til að fara með* höfðingja sína eins og honum þóknaðist
og veita öldungum sínum visku.+
23 Síðan kom Ísrael til Egyptalands+
og Jakob bjó sem útlendingur í landi Kams.
25 Hann lét þá fá hatur á fólki sínu,
brugga launráð gegn þjónum sínum.+
27 Þeir gerðu tákn hans meðal Egypta,
kraftaverk hans í landi Kams.+
28 Hann sendi myrkur og dimmt varð í landinu.+
Þeir risu ekki gegn orðum hans.
29 Hann breytti vatninu í blóð
og drap fiskinn.+
30 Landið varð morandi í froskum,+
jafnvel í herbergjum konungs.
31 Hann skipaði broddflugum að gera innrás
og mýflugum að leggja undir sig landið.+
33 Hann eyðilagði vínvið þeirra og fíkjutré
og braut trén á landsvæði þeirra.
34 Hann sagði að engisprettur skyldu gera innrás,
óteljandi ungar engisprettur.+
35 Þær gleyptu allan gróður í landinu
og gleyptu í sig ávöxt jarðarinnar.
36 Síðan banaði hann öllum frumburðum í landinu,+
frumgróða karlmennsku þeirra.
37 Hann leiddi fólk sitt út með silfur og gull+
og í ættkvíslum hans var enginn sem hrasaði.
38 Egyptar fögnuðu þegar Ísraelsmenn fóru
því að þeir voru dauðhræddir við þá.+
42 Hann mundi eftir heilögu loforði sínu við Abraham þjón sinn+
43 og leiddi fólk sitt fagnandi út,+
sína útvöldu með gleðiópi.
44 Hann gaf þeim lönd annarra þjóða.+
Þeir eignuðust það sem aðrir höfðu erfiðað fyrir+
45 til að þeir skyldu halda ákvæði hans+
og fylgja lögum hans.
Lofið Jah!*