Þriðja Mósebók
7 Þetta eru lögin um sektarfórnina:+ Hún er háheilög. 2 Það á að slátra sektarfórninni á sama stað og brennifórnunum er slátrað, og blóði hennar+ skal slett á allar hliðar altarisins.+ 3 Presturinn* á að bera fram alla fituna,+ þar á meðal feitan dindilinn, netjuna 4 og bæði nýrun ásamt nýrnamörnum sem er við lendarnar. Með nýrunum á hann einnig að taka fituna á lifrinni.+ 5 Presturinn skal brenna hana á altarinu sem eldfórn handa Jehóva.+ Þetta er sektarfórn. 6 Allir karlar sem eru prestar mega borða kjötið+ og þeir eiga að gera það á heilögum stað. Kjötið er háheilagt.+ 7 Lögin um syndafórnina gilda einnig um sektarfórnina. Kjöt fórnarinnar tilheyrir prestinum sem friðþægir með henni.+
8 Þegar presturinn færir brennifórn fyrir einhvern á hann að fá húðina+ af brennifórninni.
9 Kornfórn sem er bökuð í ofni eða á plötu+ eða steikt í potti tilheyrir prestinum sem ber hana fram. Hann á að fá hana.+ 10 En kornfórn sem er olíublönduð+ eða þurr+ á að skipta jafnt á milli allra sona Arons.
11 Þetta eru lögin um samneytisfórnina+ sem færa má Jehóva: 12 Ef einhver ber hana fram til að tjá þakklæti sitt+ á hann að bera fram með þakkarfórninni ósýrt kringlótt brauð blandað olíu, ósýrðar flatkökur smurðar olíu og kringlótt brauð úr fínu mjöli, blandað og mettað olíu. 13 Með þessu brauði á hann að bera fram kringlótt sýrt brauð og samneytisfórnirnar sem hann færir að þakkarfórn. 14 Hann á að færa Jehóva eitt brauð af hverri tegund að heilagri fórn. Hún á að tilheyra prestinum sem slettir blóði samneytisfórnanna á altarið.+ 15 Kjötið af samneytisfórnunum sem hann færir að þakkarfórn á að borða sama dag og hann færir fórnina. Hann má ekki geyma neitt til morguns.+
16 Ef fórn hans er heitfórn+ eða sjálfviljafórn+ á að borða hana sama dag og hún er borin fram og það sem eftir er má einnig borða daginn eftir. 17 En kjötið sem er afgangs á þriðja degi á að brenna í eldi.+ 18 Ef eitthvað af kjöti samneytisfórnarinnar er borðað á þriðja degi hlýtur sá sem færði fórnina ekki velþóknun Guðs. Það verður ekki reiknað honum til góðs. Það er viðurstyggð og sá sem borðar af því skal svara til saka fyrir synd sína.+ 19 Ekki má borða kjöt sem kemst í snertingu við eitthvað óhreint heldur á að brenna það í eldi. Allir sem eru hreinir mega borða hreina kjötið.
20 En ef einhver er óhreinn og borðar kjötið af samneytisfórninni sem tilheyrir Jehóva skal uppræta hann úr þjóð sinni.*+ 21 Ef einhver snertir eitthvað óhreint, hvort heldur óhreinan mann,+ óhreint dýr+ eða nokkra óhreina viðurstyggð,+ og borðar síðan kjöt af samneytisfórninni sem tilheyrir Jehóva skal uppræta hann úr þjóð sinni.‘“*
22 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 23 „Segðu Ísraelsmönnum: ‚Þið megið ekki borða neina fitu+ úr nauti, hrútlambi eða geit. 24 Fitu úr sjálfdauðri skepnu og skepnu sem annað dýr hefur drepið má hafa til allra annarra nota, en þið megið undir engum kringumstæðum borða hana.+ 25 Sá sem borðar fitu úr skepnu sem hann færir Jehóva að eldfórn skal upprættur úr þjóð sinni.*
26 Þið megið ekki borða nokkurt blóð+ neins staðar þar sem þið búið, hvorki úr fuglum né nokkrum öðrum dýrum. 27 Sá sem borðar blóð skal upprættur+ úr þjóð sinni.‘“*
28 Jehóva sagði síðan við Móse: 29 „Segðu Ísraelsmönnum: ‚Sá sem ber fram samneytisfórn fyrir Jehóva á að færa Jehóva hluta af henni að fórnargjöf.+ 30 Hann á að bera fram með eigin höndum fituna+ ásamt bringunni að eldfórn handa Jehóva og veifa henni fram og aftur sem veififórn+ frammi fyrir Jehóva. 31 Presturinn á að brenna fituna á altarinu+ en Aron og synir hans skulu fá bringuna.+
32 Þið skuluð færa prestinum hægra lærið af samneytisfórnum ykkar að heilagri fórn.+ 33 Sá af sonum Arons sem ber fram blóð samneytisfórnanna og fituna fær hægra lærið í sinn hlut.+ 34 Af samneytisfórnum Ísraelsmanna tek ég bringu veififórnarinnar og læri hins heilaga hluta og gef Aroni presti og sonum hans. Þetta er varanlegt ákvæði fyrir Ísraelsmenn.+
35 Þetta var sá hluti af eldfórnum Jehóva sem prestarnir, Aron og synir hans, áttu að fá daginn sem þeir voru leiddir fram til að þjóna Jehóva sem prestar.+ 36 Jehóva gaf fyrirmæli um að þeir skyldu fá þennan hluta frá Ísraelsmönnum daginn sem þeir voru smurðir.+ Þetta er varanlegt ákvæði kynslóð eftir kynslóð.‘“
37 Þetta eru lögin um brennifórnina,+ kornfórnina,+ syndafórnina,+ sektarfórnina,+ vígslufórnina+ og samneytisfórnina+ 38 eins og Jehóva gaf Móse fyrirmæli um á Sínaífjalli+ daginn sem hann sagði Ísraelsmönnum að færa Jehóva fórnir sínar í óbyggðum Sínaí.+