Ljóðaljóðin
8 Bara að þú værir eins og bróðir minn
sem móðir mín hafði á brjósti!
Þá myndi ég kyssa þig+ ef ég hitti þig úti
og enginn myndi líta niður á mig.
Ég myndi gefa þér kryddað vín að drekka,
ferskan granateplasafa.
3 Vinstri hönd hans væri undir höfði mér
og hann faðmaði mig með þeirri hægri.+
4 Sverjið mér, Jerúsalemdætur:
Reynið ekki að kveikja logann, vekja ástina fyrr en hún sjálf vill.“+
5 „Hver er það sem kemur frá óbyggðunum
og hallar sér að sínum elskaða?“
„Undir eplatrénu vakti ég þig.
Þar fékk móðir þín fæðingarhríðir,
þar fæddi hún þig með miklum kvölum.
6 Settu mig sem innsigli á hjarta þitt,
sem innsigli á handlegg þinn,
því að ástin er jafn sterk og dauðinn+
og óskipt hollusta er óbifanleg eins og gröfin.*
Logar hennar eru brennandi bál, logi Jah.*+
Þótt maður byði aleiguna fyrir ástina
yrði því* hafnað með öllu.“
8 „Við eigum litla systur+
og henni eru ekki vaxin brjóst.
Hvað eigum við að gera við systur okkar
daginn sem einhver biður hennar?“
9 „Ef hún er múr
reisum við á honum víggirðingu úr silfri
en ef hún er hurð
lokum við fyrir með sedrusplanka.“
10 „Ég er múr
og brjóst mín eru eins og turnar.
Í augum hans er ég kona
sem hefur fundið frið.
11 Salómon átti víngarð+ í Baal Hamon.
Hann fól vínyrkjum að annast hann.
Hver og einn greiddi þúsund silfurpeninga fyrir ávöxtinn.
12 Ég á minn eigin víngarð.
Haltu silfurpeningunum þúsund,* Salómon,
og greiddu tvö hundruð þeim sem gæta ávaxtarins.“
Leyfðu mér að heyra hana.“+
14 „Flýttu þér, ástin mín,
hlauptu eins og gasella+
eða ungur hjörtur
yfir fjöllin sem ilma af kryddi.“