Jesaja
8 Jehóva sagði við mig: „Taktu þér stóra töflu+ og skrifaðu á hana með venjulegum griffli:* ‚Maher-sjalal Kas-bas.‘* 2 Ég vil að áreiðanlegir menn votti það skriflega,* þeir Úría+ prestur og Sakaría Jeberekíason.“
3 Síðan svaf ég hjá spákonunni,* hún varð barnshafandi og fæddi son.+ Jehóva sagði þá við mig: „Láttu hann heita Maher-sjalal Kas-bas 4 því að áður en drengurinn lærir að segja ‚pabbi‘ og ‚mamma‘ verður auður Damaskus og herfangið frá Samaríu borið fram fyrir konung Assýríu.“+
5 Jehóva talaði aftur við mig og sagði:
7 Þess vegna lætur Jehóva koma yfir það
hið mikla og volduga Fljót,*
konung Assýríu+ í öllu veldi hans.
Hann flæðir yfir og geysist áfram svo að vatnið nær upp á háls.+
9 Vinnið tjón, þið þjóðir, en þið líðið samt undir lok.
Hlustið, þið allir sem komið frá ystu mörkum jarðar.
Búið ykkur til bardaga, þið líðið samt undir lok!+
Búið ykkur til bardaga, þið líðið samt undir lok!
10 Gerið áætlun, hún verður að engu!
11 Sterk hönd Jehóva var yfir mér þegar hann varaði mig við að fara sömu leið og þetta fólk. Hann sagði:
12 „Kallið það ekki samsæri sem þetta fólk kallar samsæri.
Óttist ekki það sem fólkið óttast,
skelfist það ekki.
13 Jehóva hersveitanna – hann er sá sem þið skuluð telja heilagan,+
hann er sá sem þið skuluð óttast
og hann skuluð þið skelfast.“+
14 Hann verður eins og helgidómur
en einnig eins og ásteytingarsteinn
og hrösunarhella+
fyrir bæði ríki Ísraels,
eins og gildra og snara
fyrir íbúa Jerúsalem.
15 Margir þeirra munu hrasa, falla og brotna,
þeir festast í snöru og falla í gildru.
17 Ég bíð Jehóva með eftirvæntingu,*+ hans sem hylur andlit sitt fyrir afkomendum Jakobs,+ og ég set von mína á hann.
18 Sjáið! Ég og börnin sem Jehóva hefur gefið mér+ erum eins og tákn+ og kraftaverk í Ísrael. Þau eru frá Jehóva hersveitanna sem býr á Síonarfjalli.
19 Kannski verður sagt við ykkur: „Leitið til andamiðla eða spásagnarmanna sem hvískra og muldra.“ Á fólk ekki að leita til Guðs síns? Á það að leita til hinna dánu vegna hinna lifandi?+ 20 Það ætti heldur að leita til laganna og staðfestingarinnar.*
Ef menn tala ekki í samræmi við þessi orð hafa þeir ekkert ljós.*+ 21 Allir fara hrjáðir og hungraðir um landið,+ og þar sem þeir eru hungraðir og reiðir líta þeir upp og bölva konungi sínum og Guði. 22 Síðan virða þeir fyrir sér jörðina og sjá bara neyð og myrkur, vonleysi og erfiðleika, drunga og dimmu.