Sálmur
Til tónlistarstjórans. Við „Eyddu ekki“. Miktam* eftir Davíð þegar hann flúði inn í hellinn undan Sál.+
Í skugga vængja þinna leita ég skjóls þar til hættan er liðin hjá.+
2 Ég hrópa til Guðs, Hins hæsta,
til hins sanna Guðs sem bindur enda á raunir mínar.
3 Hann sendir hjálp frá himnum og bjargar mér,+
hann stöðvar þann sem glefsar í mig. (Sela)
Guð sendir sinn trygga kærleika og trúfesti.+
4 Ég er umkringdur ljónum,+
ligg meðal manna sem vilja rífa mig í sig.
Tennur þeirra eru spjót og örvar,
tunga þeirra er beitt sverð.+
5 Guð, hefðu þig hátt yfir himininn,
dýrð þín blasi við um alla jörð.+
Þeir grófu mér gryfju
en féllu sjálfir í hana.+ (Sela)
7 Ég er staðfastur í hjarta, Guð minn,+
ég er staðfastur í hjarta.
Ég vil syngja og spila.
8 Vaknaðu, hjarta mitt.*
Vaknaðu, lýra, og þú líka, harpa.
Ég ætla að vekja morgunroðann.+
9 Ég lofa þig, Jehóva, meðal þjóðflokka,+
10 því að tryggur kærleikur þinn er mikill og nær allt til himins+
og trúfesti þín upp til skýjanna.
11 Guð, hefðu þig hátt yfir himininn,
dýrð þín blasi við um alla jörð.+