Sakaría
2 Ég leit upp og sá mann sem hélt á mælisnúru.+ 2 Ég spurði: „Hvert ertu að fara?“
Hann svaraði: „Til Jerúsalem til að mæla hana og kanna hve breið og löng hún er.“+
3 Engillinn sem talaði við mig fór burt og annar engill kom á móti honum. 4 Hann sagði við hann: „Hlauptu yfir til unga mannsins og segðu við hann: ‚„Jerúsalem verður eins og opin borg án múra vegna þess fjölda manna og búfjár sem verður þar.+ 5 Og ég verð eins og múr úr eldi kringum hana,“+ segir Jehóva, „og ég fylli hana dýrð minni.“‘“+
6 „Komið! Komið! Flýið landið í norðri,“+ segir Jehóva.
„Ég hef tvístrað ykkur fyrir fjórum vindum himins,“+ segir Jehóva.
7 „Komdu, Síon! Forðaðu þér, þú sem býrð hjá dótturinni Babýlon.+ 8 Eftir að Jehóva hersveitanna var upphafinn sendi hann mig til þjóðanna sem rændu eigum ykkar+ og hann sagði: ‚Sá sem snertir ykkur snertir augastein minn.*+ 9 Nú lyfti ég hendi minni gegn þeim og þeirra eigin þrælar ræna þá.‘+ Þið munuð komast að raun um að Jehóva hersveitanna hefur sent mig.
10 Hrópaðu af gleði, dóttirin Síon,+ því að ég kem+ og ég mun búa hjá þér,“+ segir Jehóva. 11 „Margar þjóðir bindast mér þann dag+ og verða fólk mitt og ég, Jehóva, mun búa hjá þér.“ Þú munt skilja að Jehóva hersveitanna hefur sent mig til þín. 12 Jehóva mun taka Júda til eignar sem hlut sinn á hinni heilögu jörð og Jerúsalem verður aftur útvalin borg hans.+ 13 Verið hljóðir, allir menn,* frammi fyrir Jehóva því að hann lætur til skarar skríða frá heilögum bústað sínum.