Nehemíabók
7 Þegar búið var að reisa múrinn+ setti ég hurðirnar í hliðin.+ Síðan voru hliðverðirnir,+ söngvararnir+ og Levítarnir+ skipaðir. 2 Því næst fól ég Hananí bróður mínum+ umsjón með Jerúsalem ásamt Hananja yfirmanni virkisins+ því að hann var mjög traustur maður og óttaðist hinn sanna Guð+ meira en margir aðrir. 3 Ég sagði við þá: „Það á ekki að opna hlið Jerúsalem fyrr en heitt er orðið á daginn og verðirnir eiga að loka og læsa hliðunum áður en þeir ljúka vaktinni. Og íbúar Jerúsalem skulu vera verðir, sumir á sinni úthlutuðu varðstöð og aðrir fyrir framan hús sitt.“ 4 En borgin var stór og víðáttumikil, fáir bjuggu í henni+ og húsin höfðu ekki verið endurbyggð.
5 Guð minn blés mér í brjóst að safna saman tignarmönnunum, embættismönnunum og fólkinu til að skrásetja það eftir ættum.+ Þá fann ég ættarskrár þeirra sem komu fyrstir heim úr útlegðinni og þar stóð:
6 Þetta eru þeir úr skattlandinu sem sneru heim úr útlegðinni, þeir sem Nebúkadnesar+ konungur Babýlonar hafði herleitt+ og sneru síðar aftur til Jerúsalem og Júda, hver til sinnar borgar.+ 7 Þeir komu með Serúbabel,+ Jesúa,+ Nehemía, Asarja, Raamja, Nahamaní, Mordekaí, Bilsan, Misperet, Bigvaí, Nehúm og Baana.
Fjöldi ísraelskra karla var þessi:+ 8 afkomendur Parósar 2.172; 9 afkomendur Sefatja 372; 10 afkomendur Ara+ 652; 11 afkomendur Pahats Móabs,+ af ætt Jesúa og Jóabs,+ 2.818; 12 afkomendur Elams+ 1.254; 13 afkomendur Sattú 845; 14 afkomendur Sakkaí 760; 15 afkomendur Binnúí 648; 16 afkomendur Bebaí 628; 17 afkomendur Asgads 2.322; 18 afkomendur Adóníkams 667; 19 afkomendur Bigvaí 2.067; 20 afkomendur Adíns 655; 21 afkomendur Aters, komnir af Hiskía, 98; 22 afkomendur Hasúms 328; 23 afkomendur Besaí 324; 24 afkomendur Harífs 112; 25 afkomendur Gíbeons+ 95; 26 menn frá Betlehem og Netófa 188; 27 menn frá Anatót+ 128; 28 menn frá Bet Asmavet 42; 29 menn frá Kirjat Jearím,+ Kefíra og Beerót+ 743; 30 menn frá Rama og Geba+ 621; 31 menn frá Mikmas+ 122; 32 menn frá Betel+ og Aí+ 123; 33 menn frá Nebó hinni 52; 34 afkomendur hins Elams 1.254; 35 afkomendur Haríms 320; 36 ættaðir frá Jeríkó 345; 37 ættaðir frá Lód, Hadíd og Ónó+ 721; 38 ættaðir frá Senaa 3.930.
39 Prestarnir+ voru: afkomendur Jedaja af ætt Jesúa 973; 40 afkomendur Immers 1.052; 41 afkomendur Pashúrs+ 1.247; 42 afkomendur Haríms+ 1.017.
43 Levítarnir+ voru: afkomendur Jesúa af ætt Kadmíels,+ af afkomendum Hódeja, 74. 44 Söngvararnir+ voru: afkomendur Asafs+ 148. 45 Hliðverðirnir+ voru: afkomendur Sallúms, afkomendur Aters, afkomendur Talmóns, afkomendur Akkúbs,+ afkomendur Hatíta, afkomendur Sóbaí 138.
46 Musterisþjónarnir*+ voru: afkomendur Síha, afkomendur Hasúfa, afkomendur Tabbaóts, 47 afkomendur Kerósar, afkomendur Sía, afkomendur Padóns, 48 afkomendur Lebana, afkomendur Hagaba, afkomendur Salmaí, 49 afkomendur Hanans, afkomendur Giddels, afkomendur Gahars, 50 afkomendur Reaja, afkomendur Resíns, afkomendur Nekóda, 51 afkomendur Gassams, afkomendur Ússa, afkomendur Pasea, 52 afkomendur Besaí, afkomendur Meúníta, afkomendur Nefúsesíms, 53 afkomendur Bakbúks, afkomendur Hakúfa, afkomendur Harhúrs, 54 afkomendur Baselíts, afkomendur Mehída, afkomendur Harsa, 55 afkomendur Barkósar, afkomendur Sísera, afkomendur Tema, 56 afkomendur Nesía, afkomendur Hatífa.
57 Afkomendur þjóna Salómons+ voru: afkomendur Sótaí, afkomendur Sóferets, afkomendur Perída, 58 afkomendur Jaala, afkomendur Darkóns, afkomendur Giddels, 59 afkomendur Sefatja, afkomendur Hattils, afkomendur Pókerets Hassebaíms, afkomendur Amóns. 60 Alls voru musterisþjónarnir*+ og afkomendur þjóna Salómons 392.
61 Og eftirfarandi komu frá Tel Mela, Tel Harsa, Kerúb, Addón og Immer en þeir gátu ekki staðfest ætterni sitt og uppruna, hvort þeir væru í raun Ísraelsmenn:+ 62 afkomendur Delaja, afkomendur Tobía og afkomendur Nekóda 642. 63 Og af prestunum voru: afkomendur Habaja, afkomendur Hakkósar+ og afkomendur Barsillaí sem giftist einni af dætrum Barsillaí+ Gíleaðíta og tók sér nafn þeirra. 64 Þessir menn leituðu að ættartölum sínum til að staðfesta ætterni sitt en þær fundust ekki og þeir voru fyrir vikið sviptir* prestsembættinu.+ 65 Landstjórinn*+ sagði að þeir ættu ekki að borða af hinu háheilaga+ þar til prestur kæmi fram sem gæti leitað svara með úrím og túmmím.+
66 Allur söfnuðurinn var samtals 42.360 manns+ 67 auk 7.337 þræla og ambátta.+ Þeir höfðu einnig 245 söngvara og söngkonur.+ 68 Þeir áttu 736 hesta og 245 múldýr, 69 435 úlfalda og 6.720 asna.
70 Sumir af ættarhöfðingjunum gáfu framlög til verksins.+ Landstjórinn* gaf 1.000 gulldrökmur,* 50 skálar og 530 prestkyrtla+ í fjárhirsluna. 71 Sumir ættarhöfðingjanna gáfu 20.000 gulldrökmur og 2.200 silfurmínur* í framkvæmdasjóðinn. 72 Og aðrir gáfu 20.000 gulldrökmur, 2.000 silfurmínur og 67 prestkyrtla.
73 Prestarnir, Levítarnir, hliðverðirnir, söngvararnir,+ ýmsir almennir borgarar, musterisþjónarnir* og allir aðrir Ísraelsmenn* settust að í borgum sínum.+ Í sjöunda mánuðinum+ höfðu Ísraelsmenn sest að í borgum sínum.+