Sálmur
Til tónlistarstjórans. Sungið við „Þögla dúfan langt í burtu“. Miktam* eftir Davíð þegar Filistear gripu hann í Gat.+
56 Hjálpaðu mér, Guð, því að dauðlegir menn ráðast á mig,*
allan daginn ofsækja þeir mig og berjast gegn mér.
2 Óvinir mínir glefsa í mig allan daginn,
margir berjast gegn mér fullir hroka.
3 Þegar ég er hræddur+ reiði ég mig á þig.+
4 Ég treysti Guði og lofa orð hans,
set traust mitt á Guð og er ekki hræddur.
Hvað geta mennirnir gert mér?+
5 Allan daginn gera þeir mér lífið leitt
og hugsa um það eitt að gera mér mein.+
6 Þeir sitja um mig til að ráðast á mig,
fylgjast með hverju skrefi mínu+
og bíða færis að ráða mér bana.+
7 Hafnaðu þeim vegna illsku þeirra,
Guð, refsaðu þjóðunum í reiði þinni.+
8 Þú tekur eftir hrakningum mínum.+
9 Óvinir mínir hörfa þegar ég hrópa á hjálp.+
Guð er með mér, það veit ég fyrir víst.+
10 Ég treysti Guði og lofa orð hans.
Ég treysti Jehóva og lofa orð hans.
11 Ég set traust mitt á Guð og er ekki hræddur.+
Hvað geta mennirnir gert mér?+