Jesaja
Hann er glæsilega klæddur
og kraftmikill á göngunni.
„Það er ég, sá sem tala það sem er rétt
og hef mikinn mátt til að bjarga.“
2 Af hverju er klæðnaður þinn rauður?
Af hverju eru föt þín eins og manns sem treður vínber?+
3 „Ég hef troðið vínþróna einn.
Enginn af þjóðunum var með mér.
Ég tróð óvini mína niður í reiði minni
og hélt áfram að troða í heift minni.+
Blóð þeirra slettist á föt mín
og klæði mín eru útötuð.
5 Ég leit í kringum mig en þar var enginn til hjálpar,
mér blöskraði að enginn skyldi bjóða fram aðstoð.
6 Ég tróð niður þjóðir í reiði minni,
ég lét þær verða drukknar af heift minni+
og lét blóð þeirra renna niður á jörðina.“
7 Ég lofa Jehóva fyrir tryggð hans og kærleiksverk,
segi frá lofsverðum verkum Jehóva,
öllu sem Jehóva hefur gert fyrir okkur,+
já, öllu því góða sem hann hefur gert fyrir Ísraelsmenn
í miskunn sinni og tryggum kærleika.
8 Hann sagði: „Þetta er nú fólk mitt, synir sem ekki svíkja.“*+
Þess vegna varð hann frelsari þeirra.+
Í kærleika sínum og umhyggju endurleysti hann þá,+
hann tók þá upp og bar þá alla daga fyrr á tímum.+
10 En þeir gerðu uppreisn+ og hryggðu heilagan anda hans.+
11 Þá minntust þeir fyrri tíma,
daga Móse þjóns hans:
„Hvar er sá sem leiddi þá gegnum hafið+ ásamt hirðum hjarðar sinnar?+
Hvar er sá sem fyllti hann heilögum anda sínum,+
12 sem lét dýrlegan arm sinn styðja hægri hönd Móse+
og klauf hafið fyrir framan þá+
til að skapa sér eilíft nafn,+
13 sá sem leiddi þá gegnum ólgandi hafið*
svo að þeir hrösuðu ekki á göngunni
frekar en hestur á sléttlendi?*
Þú synjar mér um þetta.
Þótt Abraham þekki okkur ekki
og Ísrael kannist ekki við okkur
ert þú, Jehóva, faðir okkar.
Nafn þitt er Endurlausnari okkar+ frá fyrri tíð.
17 Jehóva, hvers vegna læturðu okkur villast af vegum þínum?
Hvers vegna herðirðu hjörtu okkar svo að við óttumst þig ekki?+
Snúðu aftur vegna þjóna þinna,
ættkvíslanna sem eru eign þín.+
18 Heilög þjóð þín átti landið um skamma hríð.
Óvinir okkar hafa troðið helgidóm þinn undir fótum.+
19 Of lengi höfum við verið eins og þeir sem þú ríktir aldrei yfir,
eins og þeir sem hafa aldrei verið kenndir við nafn þitt.