Jesaja
2 Nei, ykkar eigin misgerðir hafa gert ykkur viðskila við Guð.+
Vegna synda ykkar hylur hann andlit sitt fyrir ykkur
og neitar að hlusta á ykkur.+
Varir ykkar fara með lygar+ og tunga ykkar muldrar ranglæti.
Þeir treysta á ímyndun*+ og tala marklaus orð.
Þeir ganga með illindi og fæða skaðræði.+
Sá sem borðar egg þeirra deyr.
Eggið er brotið og út kemur höggormur.
Verk þeirra eru skaðleg
og ofbeldi er í höndum þeirra.+
Hugsanir þeirra eru illar,
tortíming og eymd er í slóð þeirra.+
Þeir gera vegi sína hlykkjótta,
enginn sem gengur á þeim þekkir frið.+
9 Þess vegna er réttvísin langt frá okkur
og réttlætið nær ekki til okkar.
Við vonumst eftir ljósi en það er eintómt myrkur,
eftir birtu en við göngum í niðdimmu.+
Við hrösum um hábjartan dag eins og á dimmu kvöldi.
Við erum eins og dauðir meðal hinna sterku.
11 Við rymjum öll eins og birnir
og kurrum dapurlega eins og dúfur.
Við vonumst eftir réttlæti en það fæst ekki,
eftir frelsun en hún er víðs fjarri.
Við erum meðvituð um uppreisnir okkar,
þekkjum misgerðir okkar mætavel.+
13 Við höfum syndgað og afneitað Jehóva,
snúið baki við Guði okkar.
Sannleikurinn* hefur hrasað á torginu
og heiðarleikinn kemst ekki að.
16 Hann sá að enginn steig fram
og hann undraðist að enginn skarst í leikinn.
Þess vegna veitti hans eigin hönd frelsun*
og réttlæti hans studdi hann.
Hann klæddist fötum hefndarinnar+
og sveipaði um sig ákafanum eins og skikkju.
18 Hann geldur þeim eftir verkum þeirra:+
andstæðingum sínum reiði og óvinum sínum refsingu.+
Eyjarnar fá líka það sem þær hafa unnið til.
19 Menn munu óttast nafn Jehóva þar sem sólin sest
og dýrð hans þar sem sólin rís
því að Jehóva kemur eins og beljandi á
sem andi hans knýr áfram.
20 „Endurlausnarinn+ kemur til Síonar,+
til þeirra afkomenda Jakobs sem snúa baki við syndinni,“+ segir Jehóva.
21 „Þetta er sáttmáli minn við þá,“+ segir Jehóva. „Andi minn sem er yfir þér og orð mín sem ég hef lagt þér í munn verða ekki tekin úr munni þínum, munni barna þinna né munni barnabarna þinna,“ segir Jehóva, „héðan í frá og að eilífu.“