Síðari Samúelsbók
22 Davíð söng þetta ljóð+ fyrir Jehóva eftir að Jehóva hafði bjargað honum úr höndum allra óvina hans+ og úr höndum Sáls.+ 2 Hann söng:
„Jehóva er bjarg mitt og vígi,+ bjargvættur minn.+
3 Guð minn er klettur+ minn þar sem ég leita athvarfs,
skjöldur+ minn og horn* frelsunar minnar,* öruggt athvarf.*+
Þú ert hæli+ mitt og frelsari+ sem bjargar mér frá ofbeldi.
4 Ég ákalla Jehóva, hann sem á lof skilið,
og ég bjargast frá óvinum mínum.
7 Í angist minni ákallaði ég Jehóva,+
ég hrópaði stöðugt til Guðs míns.
Í musteri sínu heyrði hann rödd mína
og hróp mitt á hjálp barst honum til eyrna.+
8 Þá hristist jörðin og skalf,+
undirstöður himinsins léku á reiðiskjálfi,+
þær nötruðu því að hann var reiður.+
12 Hann gerði myrkrið í kringum sig að skýli,+
regnþykknið og skýsortann.
13 Úr ljómanum umhverfis hann skutust eldneistar.
14 Þá þrumaði Jehóva af himni.+
Hinn hæsti hóf upp rödd sína.+
16 Hafsbotninn kom í ljós,+
undirstöður jarðar sáust þegar Jehóva veitti refsingu
og blés úr nösum sér.+
17 Hann rétti út hönd sína frá hæðum,
greip í mig og dró mig upp úr djúpinu.+
18 Hann bjargaði mér frá öflugum óvini mínum,+
frá þeim sem hötuðu mig og voru mér yfirsterkari.
19 Þeir stóðu gegn mér á ógæfudegi mínum+
en Jehóva studdi mig.
21 Jehóva launar mér réttlæti mitt,+
umbunar mér fyrir sakleysi mitt*+
22 því að ég hef haldið mig á vegi Jehóva
og ekki snúið baki við Guði mínum.
29 Þú ert lampi minn, Jehóva.+
Jehóva lýsir upp myrkur mitt.+
30 Með þinni hjálp get ég ráðist gegn ránsflokki,
með mætti Guðs get ég klifið múra.+
Hann er skjöldur öllum sem leita athvarfs hjá honum.+
32 Hver er Guð nema Jehóva?+
Hver er klettur nema Guð okkar?+
34 Hann gerir mig fráan á fæti eins og hind,
lætur mig standa á hæðunum.+
35 Hann þjálfar hendur mínar til hernaðar,
handleggi mína til að spenna eirboga.
38 Ég elti óvini mína og tortími þeim,
sný ekki aftur fyrr en ég hef eytt þeim.
39 Ég eyði þeim og krem þá sundur svo að þeir rísa ekki upp aftur,+
ég treð þá undir fótum mínum.
42 Þeir hrópa á hjálp en enginn kemur þeim til bjargar,
þeir hrópa jafnvel til Jehóva en hann svarar þeim ekki heldur.+
43 Ég myl þá svo að þeir verði sem duft jarðar,
sundurmola þá og traðka á þeim eins og sora á strætum.
44 Þú bjargar mér þegar þjóð mín finnur að öllu sem ég geri,+
þú verndar mig og gerir mig að höfðingja yfir þjóðum.+
Þjóð sem ég þekki ekki mun þjóna mér.+
46 Útlendingar missa kjarkinn,
koma skjálfandi úr fylgsnum sínum.
47 Jehóva lifir! Lofaður sé klettur minn!+
Guð minn sé upphafinn, kletturinn sem frelsar mig.+
49 Hann bjargar mér frá óvinum mínum.