Sálmur
Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð þegar Natan spámaður kom til hans eftir að Davíð hafði haft kynmök við Batsebu.+
51 Sýndu mér velvild, Guð, vegna þíns trygga kærleika,+
afmáðu afbrot mín vegna þinnar miklu miskunnar.+
2 Þvoðu mig hreinan af sekt minni+
og hreinsaðu mig af synd minni+
3 því að ég veit að ég hef brotið af mér
Þú ert því réttlátur þegar þú talar,
dómur þinn er réttur.+
7 Hreinsaðu mig af synd minni með ísóp svo að ég verði hreinn,+
þvoðu mig svo að ég verði hvítari en snjór.+
11 Kastaðu mér ekki burt frá augliti þínu
og taktu ekki heilagan anda þinn frá mér.
14 Frelsaðu mig frá blóðskuld,+ Guð, þú sem frelsar mig,+
svo að tunga mín geti boðað réttlæti þitt með fögnuði.+
16 Þú vilt ekki sláturfórn, annars myndi ég færa þér hana.+
Þú kærir þig ekki um brennifórn.+
17 Fórnir sem Guð kann að meta eru iðrunarfullur andi.
Guð, þú hafnar* ekki hjarta sem er brotið og kramið.+
18 Gerðu vel við Síon því að þú ert góður,
endurreistu múra Jerúsalem.