Jósúabók
7 En Ísraelsmenn reyndust ótrúir og óhlýðnuðust fyrirmælunum um það sem átti að eyða.* Akan+ Karmíson, sonar Sabdí, sonar Sera, af ættkvísl Júda, tók nokkuð af því sem átti að eyða.+ Þá blossaði reiði Jehóva upp gegn Ísraelsmönnum.+
2 Jósúa sendi menn frá Jeríkó til Aí,+ sem er nálægt Betaven og austan við Betel,+ og sagði þeim: „Farið upp eftir og kannið landið.“ Mennirnir fóru þá og könnuðu Aí. 3 Þegar þeir sneru aftur til Jósúa sögðu þeir: „Það þarf ekki að senda allan herinn upp eftir. Um tvö eða þrjú þúsund menn nægja til að vinna Aí. Þeir eru svo fáir að við þurfum ekki að þreyta allt liðið með því að senda það þangað.“
4 Um 3.000 menn fóru þá upp eftir en þeir urðu að flýja fyrir Aímönnum.+ 5 Aímenn felldu 36 þeirra. Þeir ráku flóttann frá borgarhliðinu allt að Sebarím* og felldu þá á leiðinni niður eftir. Þá misstu Ísraelsmenn kjarkinn.*
6 Jósúa reif föt sín, féll á grúfu fyrir framan örk Jehóva og lá þar til kvölds, hann og öldungar Ísraels, og þeir jusu mold yfir höfuð sér. 7 Jósúa sagði: „Æ, alvaldur Drottinn Jehóva, hvers vegna leiddirðu þetta fólk alla leiðina yfir Jórdan til þess eins að láta Amoríta tortíma okkur? Bara að við hefðum gert okkur að góðu að vera um kyrrt hinum megin* við Jórdan! 8 Afsakaðu mig, Jehóva, en hvað get ég nú sagt fyrst Ísrael hefur flúið undan óvinum sínum? 9 Þegar Kanverjar og allir íbúar landsins frétta af því umkringja þeir okkur og afmá nafn okkar af jörðinni. Hvað ætlarðu þá að gera til að verja þitt mikla nafn?“+
10 Jehóva svaraði Jósúa: „Stattu upp! Af hverju liggurðu þarna á grúfu? 11 Ísrael hefur syndgað. Þeir hafa rofið sáttmála minn+ sem ég sagði þeim að halda. Þeir tóku af því sem átti að eyða,+ stálu+ því og földu það meðal eigna sinna.+ 12 Þess vegna geta Ísraelsmenn ekki staðist fyrir óvinum sínum. Þeir snúa við og flýja undan þeim af því að þeim er ætlað að deyja. Ég verð ekki með ykkur framar nema þið eyðið því sem átti að eyða.+ 13 Stattu á fætur og helgaðu þjóðina!+ Segðu við fólkið: ‚Helgið ykkur fyrir morgundaginn því að Jehóva Guð Ísraels segir: „Ísrael, meðal ykkar eru hlutir sem átti að eyða. Þið getið ekki staðist fyrir óvinum ykkar fyrr en þið hafið fjarlægt þá. 14 Í fyrramálið skuluð þið ganga fram, ættkvísl eftir ættkvísl, og sú ættkvísl sem Jehóva velur+ á að ganga fram, ætt eftir ætt, og sú ætt sem Jehóva velur á að ganga fram, fjölskylda eftir fjölskyldu, og sú fjölskylda sem Jehóva velur á að ganga fram, maður eftir mann. 15 Og þegar í ljós kemur hver tók það sem átti að eyða skal brenna hann í eldi,*+ hann og allt sem hann á, því að hann hefur rofið sáttmála+ Jehóva og framið óhæfuverk í Ísrael.“‘“
16 Jósúa fór snemma á fætur morguninn eftir og lét Ísrael ganga fram, ættkvísl eftir ættkvísl, og ættkvísl Júda var valin. 17 Hann lét ættir Júda ganga fram og ætt Seraíta+ var valin. Síðan lét hann ætt Seraíta ganga fram, mann eftir mann, og Sabdí var valinn. 18 Að lokum lét hann fjölskyldu Sabdí ganga fram, mann eftir mann, og Akan Kamríson, sonar Sabdí, sonar Sera, af ættkvísl Júda, var valinn.+ 19 Jósúa sagði þá við Akan: „Sonur minn, sýndu Jehóva Guði Ísraels þá virðingu að játa synd þína. Segðu mér hvað þú hefur gert. Feldu ekkert fyrir mér.“
20 Akan svaraði Jósúa: „Það er rétt að það er ég sem syndgaði gegn Jehóva Guði Ísraels, og þetta gerði ég: 21 Meðal herfangsins var fallegur embættisklæðnaður frá Sínear,+ 200 siklar* silfurs og gullstöng sem vó 50 sikla. Þegar ég sá það langaði mig í það svo að ég tók það. Það er grafið í jörð í tjaldi mínu og peningarnir eru neðst.“
22 Jósúa sendi strax menn sem hlupu að tjaldinu og fundu klæðnaðinn sem var falinn þar og peningana undir honum. 23 Þeir tóku það úr tjaldinu, komu með það til Jósúa og allra Ísraelsmanna og lögðu það fram fyrir Jehóva. 24 Jósúa og allur Ísrael tóku nú Akan+ Serason, silfrið, embættisklæðnaðinn og gullstöngina+ ásamt sonum hans og dætrum, nauti, asna og sauðfé, tjaldi hans og öllu sem hann átti og fóru með það upp í Akordalinn.*+ 25 Jósúa sagði: „Hvers vegna hefurðu kallað ógæfu* yfir okkur?+ Í dag leiðir Jehóva ógæfu yfir þig.“ Þá grýtti allur Ísrael þau+ og brenndi þau síðan í eldi.+ Þannig voru þau öll grýtt. 26 Menn hlóðu mikla steindys yfir hann sem er þar enn þann dag í dag. Þá rann Jehóva reiðin.+ Þess vegna heitir staðurinn Akordalur* allt fram á þennan dag.