Síðara bréfið til Korintumanna
10 Ég, Páll, reyni að höfða til ykkar með mildi og góðvild Krists,+ ég sem virðist lítilfjörlegur í návist ykkar+ en mjög opinskár við ykkur þegar ég er fjarverandi.+ 2 Ég vona að þegar ég kem þurfi ég ekki að taka hart á þeim sem álíta að við látum stjórnast af mannlegum hvötum. 3 Þótt við lifum eins og hverjir aðrir menn berjumst við ekki á mannlegan hátt. 4 Vopnin sem við berjumst með eru ekki jarðnesk+ heldur máttug vopn frá Guði+ til að brjóta niður sterkbyggð vígi. 5 Við brjótum niður hugsmíðar og allt sem hreykir sér gegn þekkingunni á Guði+ og hertökum hverja hugsun svo að hún hlýði Kristi. 6 Við erum tilbúnir til að refsa hverjum þeim sem er óhlýðinn+ þegar þið hafið sýnt að þið eruð hlýðin í öllu.
7 Þið dæmið eftir ytra útliti. Ef einhver er sannfærður um að hann tilheyri Kristi ætti hann að minna sig á þetta: Við tilheyrum Kristi alveg eins og hann. 8 Drottinn veitti okkur vald til að byggja ykkur upp en ekki brjóta niður, og þó að ég stærði mig aðeins of mikið af þessu valdi+ þyrfti ég ekki að skammast mín. 9 Ég vil ekki láta líta svo út að ég sé að reyna að hræða ykkur með bréfum mínum. 10 Sumir segja: „Bréfin hans eru kröftug og áhrifamikil en þegar hann er hjá okkur* er hann tilkomulítill og ekkert varið í það sem hann segir.“ 11 Þeir sem hugsa þannig ættu að hafa í huga að það sem við segjum* bréflega þegar við erum fjarverandi, það munum við líka gera* þegar við erum hjá ykkur.+ 12 Við vogum okkur ekki að setja okkur í flokk með þeim sem mæla með sjálfum sér eða bera okkur saman við þá.+ Þeir sýna að þeir skilja ekki neitt þegar þeir mæla sjálfa sig eftir eigin mælikvarða og bera sig saman við sjálfa sig.+
13 Við stærum okkur ekki af því sem hefur verið áorkað utan okkar starfssvæðis heldur því sem gerist innan þeirra svæðismarka sem Guð hefur úthlutað okkur, en þið tilheyrið því svæði.+ 14 Við fórum ekki út fyrir þau mörk sem okkur voru sett þegar við komum til ykkar, en við vorum fyrstir til að ná alla leið til ykkar og boða ykkur fagnaðarboðskapinn um Krist.+ 15 Nei, við stærum okkur ekki af því sem hefur verið áorkað utan okkar starfssvæðis og aðrir hafa unnið að, heldur vonum við að það sem við gerðum á okkar svæði beri árangur og að trú ykkar vaxi. Þá getum við áorkað enn meiru 16 og boðað fagnaðarboðskapinn í löndunum handan við ykkur. Við stærum okkur þá ekki af því sem aðrir hafa þegar gert á sínu svæði. 17 „En sá sem stærir sig stæri sig vegna Jehóva.“*+ 18 Jehóva* mælir með þeim sem hann hefur velþóknun á+ en ekki þeim sem mælir með sér sjálfur.+