Opinberun Jóhannesar
18 Eftir þetta sá ég annan engil stíga niður af himni. Hann hafði mikið vald og dýrð hans lýsti upp jörðina. 2 Hann hrópaði hárri röddu: „Hún er fallin! Babýlon hin mikla er fallin+ og er orðin dvalarstaður illra anda og bæli allra óhreinna anda* og óhreinna og andstyggilegra fugla.+ 3 Allar þjóðir hafa orðið drukknar af lostavíni* hennar, af kynferðislegu siðleysi* hennar,+ og konungar jarðar drýgðu kynferðislegt siðleysi með henni+ og kaupmenn* jarðar auðguðust á því að hún lifði í taumlausum munaði.“
4 Ég heyrði aðra rödd af himni segja: „Farið út úr henni, fólk mitt,+ svo að þið verðið ekki meðsek í syndum hennar og verðið ekki fyrir sömu plágum og hún.+ 5 Syndir hennar hlóðust upp allt til himins+ og Guð minntist ranglátra verka* hennar.+ 6 Farið með hana eins og hún hefur farið með aðra,+ já, gjaldið henni tvöfalt fyrir það sem hún hefur gert.+ Blandið handa henni tvöfaldan drykk í bikarinn+ sem hún sjálf notaði til að blanda drykk.+ 7 Látið hana kveljast og syrgja í sama mæli og hún upphóf sjálfa sig og lifði í taumlausum munaði. Hún segir í hjarta sínu: ‚Ég ríki eins og drottning. Ég er ekki ekkja, ég mun aldrei upplifa sorg.‘+ 8 Þess vegna koma plágur hennar á einum degi – dauði, sorg og hungur – og hún mun brenna upp í eldi+ því að Jehóva* Guð, sem dæmdi hana, er máttugur.+
9 Konungar jarðar, sem drýgðu kynferðislegt siðleysi* með henni og lifðu með henni í taumlausum munaði, munu gráta, harma og kveina yfir henni þegar þeir sjá reykinn þar sem hún brennur. 10 Þeir standa í nokkurri fjarlægð, skelfdir yfir kvöl hennar og segja: ‚Hvílíkt ólán, þú mikla borg,+ Babýlon, borgin volduga, því að dómur þinn kom á einni stundu.‘
11 Kaupmenn jarðar gráta líka og syrgja hana því að enginn kaupir lengur vörufarma þeirra, 12 farma af gulli, silfri, gimsteinum, perlum, fínu líni, silki, purpuralitu efni, skarlatsrauðu efni, og alls konar muni úr ilmviði og fílabeini, eðalviði, kopar, járni og marmara. 13 Enginn kaupir heldur af þeim kanil, indverskt krydd, reykelsi, ilmolíu, hvítt reykelsi, vín, ólívuolíu, fínt mjöl, hveiti, nautgripi, sauðfé, hesta, vagna, þræla eða mannslíf. 14 Já, allur góði ávöxturinn sem þú þráðir er tekinn frá þér og allar kræsingarnar og dýrgripirnir eru horfnir frá þér og finnast aldrei framar.
15 Kaupmennirnir sem seldu þetta og auðguðust á henni munu standa í nokkurri fjarlægð, skelfdir yfir kvöl hennar. Þeir gráta og syrgja 16 og segja: ‚Hvílíkt ólán fyrir borgina miklu sem klæddist fínu líni, purpura og skarlati og var hlaðin skartgripum úr gulli, gimsteinum og perlum.+ 17 Á einni stundu eyddist allur þessi auður.‘
Allir skipstjórar, sæfarar og hásetar og allir sem hafa atvinnu á sjónum stóðu í nokkurri fjarlægð 18 og hrópuðu þegar þeir horfðu á reykinn þar sem hún brann: ‚Hvaða borg jafnast á við borgina miklu?‘ 19 Þeir jusu mold yfir höfuð sér og hrópuðu grátandi og syrgjandi: ‚Hvílíkt ólán fyrir borgina miklu! Allir sem áttu skip á sjó auðguðust á henni vegna auðæfa hennar, en á einni stundu var hún lögð í eyði.‘+
20 Gleðjist yfir henni, þú himinn+ og þið heilögu,+ þið postular og spámenn, því að Guð hefur fellt dóm yfir henni ykkar vegna.“+
21 Sterkur engill tók nú upp stein sem var eins og stór myllusteinn, kastaði honum í hafið og sagði: „Svona snögglega verður Babýlon, borginni miklu, varpað niður og hún hverfur um alla framtíð.+ 22 Aldrei framar mun heyrast í þér hljómur söngvara sem leika undir á hörpur, né hljómur flautuleikara, lúðrablásara eða annarra tónlistarmanna. Og aldrei framar munu finnast hjá þér handverksmenn sem stunda nokkra iðn og aldrei aftur heyrast kvarnarhljóð í þér. 23 Lampaljós skal aldrei framar skína í þér og ekki skal heyrast í þér rödd brúðguma eða brúðar. Kaupmenn þínir voru stórmenni jarðarinnar og þú afvegaleiddir allar þjóðir með dulspekiiðkunum þínum.+ 24 Já, í henni fannst blóð spámanna, heilagra+ og allra sem hafa verið drepnir á jörðinni.“+