Orðskviðirnir
3 Hún hefur sent út þernur sínar
til að hrópa af hæðunum í borginni:+
4 „Komið inn til mín, allir þið sem eruð óreyndir.“
Hún segir við hina óskynsömu:
5 „Komið, borðið brauð mitt
og drekkið vínið sem ég hef blandað.
6 Segið skilið við barnaskapinn,* þá munuð þið lifa.+
Gangið á vegi skynseminnar.“+
7 Sá sem leiðréttir háðgjarnan mann býður smáninni heim+
og þeim sem ávítar vondan mann verður meint af.
8 Ávítaðu ekki hinn háðgjarna því að hann mun hata þig.+
Ávítaðu hinn vitra, þá mun hann elska þig.+
9 Fræddu hinn vitra og hann verður enn vitrari,+
kenndu hinum réttláta og hann mun auka við þekkingu sína.
11 Þökk sé mér verða dagar þínir margir+
og ævi þín löng.
12 Ef þú verður vitur er það sjálfum þér til góðs
en ef þú ert háðgjarn kemur það niður á þér einum.
Hún er einföld og veit ekki neitt.
14 Hún situr við dyrnar á húsi sínu,
á stól hátt uppi í borginni,+
15 og kallar til þeirra sem eiga leið hjá,
þeirra sem ganga beint áfram á leið sinni:
16 „Komið inn til mín, allir þið sem eruð óreyndir.“
Hún segir við hina óskynsömu:+