Sálmur
Til tónlistarstjórans. Jedútún.* Söngljóð eftir Asaf.+
77 Ég hrópa hátt til Guðs,
ég hrópa til Guðs og hann heyrir til mín.+
2 Í neyð minni leita ég Jehóva.+
Alla nóttina teygi ég hendurnar til hans.*
Ég fæ enga huggun.
4 Þú leyfir mér ekki að loka augunum,
mér er órótt og ég kem ekki upp orði.
5 Mér er hugsað til fyrri tíma,+
til löngu liðinna ára.
7 Hefur Jehóva hafnað okkur um eilífð?+
Mun hann aldrei framar sýna okkur velvild?+
8 Er tryggur kærleikur hans horfinn fyrir fullt og allt?
Verða loforð hans að engu um ókomnar kynslóðir?
9 Hefur Guð gleymt að sýna velvild,+
eða er miskunn hans horfin vegna reiði hans? (Sela)
11 Ég ætla að muna eftir verkum Jah,
minnast dásemdarverka þinna til forna.
12 Ég hugsa um allt sem þú hefur gert
og hugleiði afrek þín.+
13 Guð, vegir þínir eru heilagir.
Hvaða guð er eins mikill og þú?+
14 Þú ert hinn sanni Guð sem vinnur stórkostleg verk.+
Þú hefur birt þjóðunum mátt þinn.+