Opinberun Jóhannesar
19 Eftir þetta heyrði ég eitthvað sem hljómaði eins og sterkur ómur mikils fjölda á himni sem sagði: „Lofið Jah!*+ Frelsunin, dýrðin og mátturinn tilheyrir Guði okkar 2 því að dómar hans eru sannir og réttlátir.+ Hann hefur fullnægt dómi yfir vændiskonunni miklu sem spillti jörðinni með kynferðislegu siðleysi* sínu og hann hefur hefnt blóðs þjóna sinna sem hún hefur úthellt.“*+ 3 Í sömu andrá var endurtekið: „Lofið Jah!*+ Reykurinn frá henni stígur upp um alla eilífð.“+
4 Öldungarnir 24+ og lifandi verurnar fjórar+ féllu fram og tilbáðu Guð sem situr í hásætinu og sögðu: „Amen! Lofið Jah!“*+
5 Einnig heyrðist rödd frá hásætinu sem sagði: „Lofið Guð okkar, þið öll sem þjónið honum+ og óttist hann, jafnt háir sem lágir.“+
6 Síðan heyrði ég eitthvað sem hljómaði eins og raddir mikils fjölda, niður margra vatna og sterkur þrumugnýr. Þær sögðu: „Lofið Jah*+ því að Jehóva* Guð okkar, Hinn almáttugi,+ er farinn að ríkja sem konungur.+ 7 Gleðjumst og fögnum og gefum honum dýrð því að komið er að brúðkaupi lambsins og brúður þess er búin að hafa sig til. 8 Já, hún hefur fengið að klæðast skínandi, hreinu og fínu líni en línið táknar réttlát verk hinna heilögu.“+
9 Engillinn sagði við mig: „Skrifaðu: Þeir sem eru boðnir í brúðkaupsveislu lambsins+ eru hamingjusamir.“ Hann bætti við: „Þetta eru hin sönnu orð Guðs.“ 10 Þá féll ég fram við fætur hans til að tilbiðja hann. En hann sagði við mig: „Ekki gera þetta!+ Ég er bara samþjónn þinn og bræðra þinna sem hafa það verkefni að vitna um Jesú.+ Þú átt að tilbiðja Guð.+ Að vitna um Jesú er andinn í spádómunum.“*+
11 Ég sá að himinninn var opinn og þar sá ég hvítan hest.+ Sá sem sat á honum kallast Trúr+ og Sannur+ og hann dæmir og berst með réttlæti.+ 12 Augu hans eru eins og eldslogi+ og á höfði hans eru margar kórónur.* Á hann er skrifað nafn sem enginn þekkir nema hann sjálfur. 13 Föt hans eru blóði drifin* og hann er kallaður Orð+ Guðs. 14 Hersveitirnar á himni fylgdu honum á hvítum hestum og þær klæddust hvítu, hreinu og fínu líni. 15 Út af munni hans gengur langt og beitt sverð+ til að höggva þjóðirnar með og hann mun ríkja yfir þeim* með járnstaf.+ Hann treður vínpressu heiftarreiði Guðs hins almáttuga.+ 16 Á fötum hans, já, á lærinu, stendur skrifað nafn: Konungur konunga og Drottinn drottna.+
17 Ég sá líka engil sem stóð fyrir miðri sólinni og hrópaði hárri röddu til allra fuglanna sem fljúga um miðjan himin: „Komið, safnist saman til hinnar miklu kvöldmáltíðar Guðs+ 18 til að éta hold konunga, hold herforingja og hold hraustmenna,+ hold hesta og þeirra sem sitja á þeim+ og hold allra, frjálsra jafnt sem þræla og hárra jafnt sem lágra.“
19 Og ég sá að villidýrið, konungar jarðarinnar og hersveitir þeirra höfðu safnast saman til að heyja stríð við þann sem sat á hestinum og við hersveit hans.+ 20 Villidýrið var gripið ásamt falsspámanninum+ sem gerði tákn í augsýn þess en með táknunum hafði hann afvegaleitt þá sem höfðu fengið merki villidýrsins+ og þá sem tilbáðu líkneski þess.+ Þeim var báðum kastað lifandi í eldhafið sem logar af brennisteini.+ 21 Hinir voru drepnir með langa sverðinu sem gekk út af munni þess sem sat á hestinum.+ Og allir fuglarnir átu sig sadda af holdi þeirra.+