Jesaja
57 Hinn réttláti er liðinn undir lok
en öllum stendur á sama.
en enginn tekur eftir að hinum réttláta er svipt burt
vegna hörmunganna.*
4 Að hverjum gerið þið grín?
Gegn hverjum glennið þið upp munninn og rekið út tunguna?
Eruð þið ekki börn syndarinnar,
börn svikanna,+
5 þeirra sem brenna af girnd hjá stóru trjánum,+
undir hverju gróskumiklu tré,+
þeirra sem slátra börnunum í dölunum,+
undir klettunum?
6 Þú hefur valið slétta steina í dalnum.+
Já, þeir eru hlutskipti þitt.
Þú færir þeim drykkjarfórnir og fórnargjafir.+
Á ég að sætta mig* við það?
8 Bak við hurð og dyrastaf settirðu minnismerki þitt.
Þú fórst frá mér og afklæddist,
þú fórst upp í og rýmkaðir til í rúminu.
Þú gerðir sáttmála við ástmenn þína.
Þú sendir sendiboða þína langar leiðir
og fórst þar með niður í gröfina.*
10 Þú hefur stritað á öllum vegum þínum
en sagðir þó ekki: ‚Þetta er vonlaust!‘
Þú fékkst nýjan kraft.
Þess vegna hefurðu ekki gefist upp.*
Hef ég ekki þagað og haldið aftur af mér?*+
Þess vegna óttaðist þú mig ekki.
Vindurinn feykir þeim öllum burt,
andvari blæs þeim burt,
en sá sem leitar skjóls hjá mér erfir landið
og tekur heilagt fjall mitt til eignar.+
14 Sagt verður: ‚Leggið veg, leggið veg! Ryðjið brautina!+
Fjarlægið allar hindranir í vegi þjóðar minnar.‘“
„Ég bý á háum og heilögum stað+
en einnig hjá þeim sem eru niðurbrotnir og auðmjúkir.
Ég gef hinum auðmjúku nýjan kraft
og lífga hjörtu hinna niðurbrotnu.+
16 Ég stend ekki gegn þeim að eilífu,
er ekki reiður endalaust+
því að þá yrðu þeir magnþrota,+
þær lifandi verur* sem ég hef skapað.
17 Synd hans og eftirsókn eftir rangfengnum gróða vakti reiði mína+
svo að ég sló hann og huldi andlit mitt í reiði.
En hann var mér fráhverfur+ áfram og fylgdi sínu eigin hjarta.
19 „Ég skapa ávöxt varanna.
Sá sem er fjarri og sá sem er nærri hlýtur varanlegan frið,“+ segir Jehóva,
„og ég lækna hann.“
20 „En hinir illu eru eins og ólgandi haf sem aldrei lægir,
öldurnar róta upp þara og leðju.