Lúkas segir frá
23 Allur hópurinn hélt nú af stað og fór með hann til Pílatusar.+ 2 Þar ákærðu þeir hann+ og sögðu: „Við höfum komist að raun um að þessi maður snýr þjóð okkar gegn yfirvöldum, bannar að greiða keisaranum skatt+ og segist sjálfur vera Kristur, konungur.“+ 3 Pílatus spurði hann: „Ertu konungur Gyðinga?“ Hann svaraði: „Þú segir það sjálfur.“+ 4 Pílatus sagði þá við yfirprestana og mannfjöldann: „Ég finn ekkert saknæmt hjá þessum manni.“+ 5 En þeir urðu enn ákafari og sögðu: „Hann æsir upp fólkið með því sem hann kennir um alla Júdeu. Hann byrjaði í Galíleu og er kominn alla leið hingað.“ 6 Þegar Pílatus heyrði þetta spurði hann hvort maðurinn væri frá Galíleu. 7 Eftir að hafa fullvissað sig um að hann væri úr umdæmi Heródesar+ sendi hann hann til Heródesar sem var staddur í Jerúsalem um þetta leyti.
8 Heródes var hinn ánægðasti þegar hann sá Jesú. Hann hafði lengi langað til að hitta hann því að hann hafði heyrt margt um hann+ og vonaðist til að sjá hann gera eitthvert kraftaverk. 9 Hann fór því að spyrja Jesú í þaula en hann svaraði honum ekki.+ 10 En yfirprestarnir og fræðimennirnir stóðu upp í sífellu og ákærðu hann með miklum ofsa. 11 Heródes lítilsvirti hann ásamt hermönnum sínum,+ klæddi hann í skartklæði til að hæðast að honum+ og sendi hann síðan aftur til Pílatusar. 12 Þennan dag urðu Heródes og Pílatus vinir, en áður hafði verið fjandskapur milli þeirra.
13 Pílatus kallaði nú saman yfirprestana, leiðtogana og fólkið 14 og sagði: „Þið komuð með þennan mann til mín og sögðuð að hann æsti fólkið til uppreisnar. Nú hef ég yfirheyrt hann að ykkur viðstöddum en ekki fundið hann sekan um neitt sem þið ákærið hann fyrir.+ 15 Heródes gerði það ekki heldur úr því að hann sendi hann aftur til okkar. Maðurinn hefur greinilega ekki gert neitt til að verðskulda dauðadóm. 16 Ég ætla því að refsa honum+ og láta hann lausan.“ 17* —— 18 En allur mannfjöldinn hrópaði: „Burt með þennan mann og láttu Barabbas lausan!“+ 19 (Honum hafði verið varpað í fangelsi fyrir að æsa til uppreisnar í borginni og fyrir morð.) 20 Pílatus kallaði aftur til þeirra vegna þess að hann vildi láta Jesú lausan.+ 21 Þá æpti fólkið: „Staurfestu hann! Staurfestu hann!“+ 22 Hann sagði þá í þriðja sinn: „Af hverju? Hvað hefur þessi maður brotið af sér? Ég hef ekki fundið neina dauðasök hjá honum. Þess vegna ætla ég að refsa honum og láta hann lausan.“ 23 En fólkið gafst ekki upp heldur æpti enn hærra og heimtaði að hann yrði líflátinn.* Hrópin voru svo hávær+ 24 að Pílatus ákvað að láta undan kröfu fólksins. 25 Hann lét lausan manninn sem fólkið krafðist, manninn sem hafði verið varpað í fangelsi fyrir að æsa til uppreisnar og fyrir morð, en framseldi Jesú til aftöku eins og það vildi.
26 Þegar þeir leiddu hann burt tóku þeir Símon nokkurn frá Kýrene sem var að koma utan úr sveit, lögðu kvalastaurinn* á herðar honum og létu hann bera hann á eftir Jesú.+ 27 Mikill fjöldi fólks fylgdi honum, þar á meðal konur sem börðu sér á brjóst og grétu yfir honum. 28 Jesús sneri sér að konunum og sagði: „Dætur Jerúsalem, grátið ekki yfir mér. Grátið heldur yfir sjálfum ykkur og börnum ykkar+ 29 því að þeir dagar koma að fólk segir: ‚Þær konur eru lánsamar sem eiga ekki börn, þær sem hafa ekki fætt og hafa ekki verið með barn á brjósti.‘+ 30 Þá mun fólk segja við fjöllin: ‚Hrynjið yfir okkur!‘ og við hæðirnar: ‚Hyljið okkur!‘+ 31 Ef þetta gerist meðan tréð er grænt, hvað gerist þá þegar það er visnað?“
32 Tveir afbrotamenn voru einnig færðir til aftöku með honum.+ 33 Þegar komið var á staðinn sem kallast Hauskúpa+ staurfestu hermennirnir hann og afbrotamennina, annan honum til hægri handar og hinn til vinstri.+ 34 En Jesús sagði: „Faðir, fyrirgefðu þeim því að þeir vita ekki hvað þeir eru að gera.“ Þeir vörpuðu síðan hlutkesti til að skipta fötum hans á milli sín.+ 35 Fólkið stóð og horfði á en leiðtogarnir gerðu gys að honum og sögðu: „Öðrum bjargaði hann. Nú ætti hann að bjarga sjálfum sér ef hann er Kristur Guðs, hinn útvaldi.“+ 36 Hermennirnir hæddust jafnvel að honum, komu til hans og buðu honum súrt vín+ 37 og sögðu: „Ef þú ert konungur Gyðinga bjargaðu þá sjálfum þér.“ 38 Og fyrir ofan hann stóð: „Þetta er konungur Gyðinga.“+
39 Annar afbrotamannanna sem voru staurfestir með honum hæddist að honum+ og sagði: „Ertu ekki Kristur? Bjargaðu þá sjálfum þér og okkur líka.“ 40 Hinn ávítaði hann og sagði: „Óttastu Guð ekki neitt, þú sem hefur fengið sama dóm og þessi maður? 41 Við höfum fengið réttlátan dóm og hljótum verðskuldaða refsingu fyrir það sem við gerðum en þessi maður hefur ekkert brotið af sér.“ 42 Síðan sagði hann: „Jesús, mundu eftir mér þegar þú kemur í ríki þitt.“+ 43 Hann svaraði: „Ég lofa þér í dag að þú verður með mér í paradís.“+
44 Nú var komið að sjöttu stund* en samt skall á myrkur í öllu landinu og það stóð fram á níundu stund*+ 45 því að sólin hætti að lýsa. Síðan rifnaði fortjald musterisins+ sundur í miðju.+ 46 Jesús kallaði hárri röddu: „Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn.“+ Að svo mæltu gaf hann upp andann.+ 47 Þegar liðsforinginn sá hvað gerðist lofaði hann Guð og sagði: „Þessi maður var sannarlega réttlátur.“+ 48 Og þegar allir sem höfðu safnast þar saman til að fylgjast með aftökunni sáu hvað gerðist börðu þeir sér á brjóst og sneru heim. 49 Allir sem þekktu hann stóðu í nokkurri fjarlægð og konurnar sem höfðu fylgt honum frá Galíleu voru einnig þar og sáu þessa atburði.+
50 Maður nokkur hét Jósef. Hann sat í Ráðinu og var góður og réttlátur maður.+ 51 (Hann hafði ekki greitt atkvæði með ráðagerð þeirra og verknaði.) Hann var frá Arímaþeu, borg í Júdeu, og vænti ríkis Guðs. 52 Hann gekk nú fyrir Pílatus og bað um lík Jesú. 53 Hann tók það niður,+ vafði það í dúk úr fínu líni og lagði það í gröf, höggna í klett,+ þar sem enginn hafði áður verið lagður. 54 Þetta var undirbúningsdagur+ og hvíldardagurinn+ var að ganga í garð. 55 Konurnar sem höfðu komið með Jesú frá Galíleu fylgdu á eftir til að sjá gröfina og hvernig líkinu var komið fyrir+ 56 og fóru síðan aftur til að hafa til ilmjurtir og ilmolíur. En þær hvíldust auðvitað á hvíldardeginum+ í samræmi við boðorðið.