Fyrri Konungabók
4 Salómon konungur ríkti yfir öllum Ísrael.+ 2 Þetta voru æðstu embættismenn* hans: Asarja Sadóksson+ var prestur, 3 Elíhoref og Ahía Sísasynir voru ritarar,+ Jósafat+ Ahílúðsson var ríkisritari,* 4 Benaja+ Jójadason var yfirmaður hersins, Sadók og Abjatar+ voru prestar, 5 Asarja Natansson+ var yfir héraðsstjórunum, Sabúð Natansson var prestur og vinur konungs,+ 6 Ahísar var hirðstjóri og Adóníram+ Abdason var yfir þeim sem unnu kvaðavinnu.+
7 Salómon hafði 12 héraðsstjóra yfir öllum Ísrael sem sáu honum og hirð hans fyrir mat. Hver þeirra átti að sjá fyrir mat einn mánuð á ári.+ 8 Héraðsstjórarnir voru þessir: sonur Húrs í Efraímsfjöllum; 9 sonur Dekers í Makas, Saalbím,+ Bet Semes og Elon Bet Hanan; 10 sonur Heseðs í Arúbbót (hann hafði umsjón með Sókó og öllu Heferslandi); 11 sonur Abínadabs á Dórshæðum (hann giftist Tafat dóttur Salómons); 12 Baana Ahílúðsson í Taanak, Megiddó+ og öllu Bet Sean+ sem er hjá Saretan fyrir neðan Jesreel, frá Bet Sean til Abel Mehóla og allt til Jokmeamhéraðs;+ 13 sonur Gebers í Ramót í Gíleað+ (hann hafði umsjón með tjaldþorpum Jaírs+ Manassesonar í Gíleað+ og einnig með Argóbhéraði+ í Basan+ – 60 stórum borgum með múrum og koparslagbröndum); 14 Ahínadab Iddósson í Mahanaím;+ 15 Akímaas í Naftalí (hann giftist Basmat dóttur Salómons); 16 Baana Húsaíson í Asser og Bealót; 17 Jósafat Parúason í Íssakar; 18 Símeí+ Elason í Benjamín+ 19 og Geber Úríson í Gíleaðlandi+ sem var áður undir stjórn Síhons+ Amorítakonungs og Ógs,+ konungs í Basan. Auk þess var einn héraðsstjóri yfir öllum þessum héraðsstjórum í landinu.
20 Íbúar Júda og Ísraels voru eins margir og sandkorn á sjávarströnd.+ Þeir átu og drukku og voru glaðir.+
21 Salómon ríkti yfir öllum ríkjum frá Fljótinu*+ til lands Filistea og að landamærum Egyptalands. Íbúar þessara ríkja greiddu skatt og þjónuðu Salómon meðan hann lifði.+
22 Daglegur matarskammtur Salómons og hirðar hans var 30 kór* af fínu mjöli og 60 kór af venjulegu mjöli, 23 10 alinaut, 20 hagagengin naut og 100 sauðir, auk nokkurra hjarta, gasellna, rádýra og aligauka, 24 enda ríkti hann yfir öllu svæðinu hérna megin við Fljótið,*+ frá Tífsa til Gasa,+ og yfir öllum konungunum á þessu svæði. Friður ríkti í öllum héruðum hans allt um kring.+ 25 Íbúar Júda og Ísraels, frá Dan til Beerseba, bjuggu við öryggi meðan Salómon lifði. Hver og einn sat undir sínum vínviði og sínu fíkjutré.
26 Salómon hafði 4.000* bása fyrir vagnhesta sína og átti 12.000 hesta.*+
27 Héraðsstjórarnir sáu Salómon konungi og öllum sem mötuðust við borð hans fyrir mat. Þeir sáu um sinn mánuðinn hver og gengu úr skugga um að ekkert vantaði.+ 28 Þeir útveguðu líka bygg og hálm handa hestunum og vagnhestunum hvar sem þörf var á. Hver og einn útvegaði það sem hann var beðinn um.
29 Guð gaf Salómon visku og dómgreind í ríkum mæli og fyllti hjarta hans skilningi sem var eins og sandur á sjávarströnd.+ 30 Salómon var vitrari en allir Austurlandabúar og allir Egyptar.+ 31 Enginn var eins vitur og hann. Hann var vitrari en Etan+ Esrahíti og Heman,+ Kalkól+ og Darda Mahólssynir. Hann varð frægur meðal allra nágrannaþjóðanna.+ 32 Hann samdi 3.000 spakmæli+ og 1.005 ljóð.+ 33 Hann talaði um trén, allt frá sedrustrjánum í Líbanon til ísópsins+ sem vex á múrnum. Hann talaði einnig um dýrin,+ fuglana,*+ skriðdýrin*+ og fiskana. 34 Fólk af öllum þjóðum kom til að heyra visku Salómons, þar á meðal konungar alls staðar að úr heiminum sem höfðu heyrt um visku hans.+