Síðari Samúelsbók
2 Nokkru seinna spurði Davíð Jehóva:+ „Á ég að flytja til einhverrar af borgunum í Júda?“ „Já, gerðu það,“ svaraði Jehóva. „Hvert á ég að fara?“ spurði þá Davíð. „Til Hebron,“+ svaraði hann. 2 Davíð lagði þá af stað ásamt báðum eiginkonum sínum, þeim Akínóam+ frá Jesreel og Abígail,+ ekkju Nabals frá Karmel. 3 Davíð tók líka með sér mennina sem fylgdu honum+ og fjölskyldur þeirra, og þeir settust að í borgunum í kringum Hebron. 4 Síðan komu Júdamenn til Davíðs og smurðu hann til konungs yfir ættkvísl Júda.+
Þeir sögðu við Davíð: „Menn frá Jabes í Gíleað jörðuðu Sál.“ 5 Þá sendi Davíð menn til Jabes í Gíleað með þessi boð til mannanna: „Jehóva blessi ykkur fyrir að jarða Sál herra ykkar+ og sýna honum þannig tryggan kærleika. 6 Megi Jehóva sýna ykkur tryggan kærleika og trúfesti. Ég mun líka sýna ykkur vinsemd fyrir það sem þið gerðuð.+ 7 Verið nú sterkir og herðið upp hugann. Sál herra ykkar er að vísu dáinn en Júdaættkvísl hefur smurt mig til konungs.“
8 Abner+ Nersson hershöfðingi Sáls hafði farið með Ísbóset+ son Sáls yfir til Mahanaím+ 9 og gert hann að konungi yfir Gíleað,+ Asúrítum, Jesreel,+ Efraím,+ Benjamín og yfir öllum Ísrael. 10 Ísbóset sonur Sáls var fertugur þegar hann varð konungur yfir Ísrael og hann ríkti í tvö ár. En Júdaættkvísl studdi Davíð.+ 11 Davíð ríkti í Hebron, yfir Júdaættkvísl, í sjö ár og sex mánuði.+
12 Dag einn fór Abner Nersson frá Mahanaím+ til Gíbeon+ ásamt þjónum Ísbósets Sálssonar. 13 Jóab+ Serújuson+ og þjónar Davíðs fóru einnig af stað og mættu þeim við Gíbeontjörn. Hóparnir settust hvor sínum megin við tjörnina. 14 Loks sagði Abner við Jóab: „Við skulum láta ungu mennina standa upp og takast á* frammi fyrir okkur.“ Jóab samþykkti það. 15 Mennirnir stóðu þá upp, voru taldir og gengu fram, 12 af mönnum Ísbósets Sálssonar fyrir ættkvísl Benjamíns og 12 af þjónum Davíðs. 16 Hver og einn þreif í höfuð andstæðings síns og rak sverð sitt í síðu hans svo að báðir féllu. Þess vegna var staðurinn nefndur Helkat Hassúrím,* en hann er í Gíbeon.
17 Þennan dag braust út mjög harður bardagi sem lauk með því að Abner og hermenn Ísraels biðu ósigur fyrir þjónum Davíðs. 18 Allir þrír synir Serúju+ voru þarna, þeir Jóab,+ Abísaí+ og Asael.+ Asael var frár á fæti eins og gasella á víðavangi. 19 Hann hljóp á eftir Abner og elti hann án þess að víkja til hægri eða vinstri. 20 Abner leit við og spurði: „Ert þetta þú, Asael?“ „Já,“ svaraði hann. 21 Þá sagði Abner: „Hættu að elta mig! Gríptu einn af ungu mönnunum og taktu af honum hvað sem þú vilt.“ En Asael vildi ekki hætta að elta hann. 22 Abner sagði þá aftur við hann: „Hættu að elta mig! Hvers vegna ætti ég að drepa þig? Hvernig gæti ég þá litið framan í Jóab bróður þinn?“ 23 En hann lét sér ekki segjast. Þá rak Abner spjótskaftið í kvið hans+ svo að það kom út um bakið og hann féll niður og dó samstundis. Allir sem komu þangað sem Asael hafði fallið niður dauður námu staðar.
24 Jóab og Abísaí eltu nú Abner. Undir sólsetur komu þeir til Ammahæðar, en hún er á móts við Gía, á leiðinni til Gíbeonóbyggða. 25 Benjamínítar söfnuðust saman fyrir aftan Abner, mynduðu eina fylkingu og tóku sér stöðu efst uppi á hæð einni. 26 Síðan hrópaði Abner til Jóabs: „Fá sverð okkar aldrei nóg? Veistu ekki að þetta á bara eftir að enda með skelfingu? Hve lengi ætlarðu að bíða með að skipa mönnum þínum að hætta að elta bræður sína?“ 27 Jóab svaraði: „Svo sannarlega sem hinn sanni Guð lifir hefðu menn mínir ekki hætt að elta bræður sína fyrr en í fyrramálið ef þú hefðir ekkert sagt.“ 28 Síðan blés Jóab í hornið og menn hans hættu að elta Ísrael. Þar með linnti átökunum.
29 Abner og menn hans gengu yfir Araba+ alla þá nótt. Þeir fóru yfir Jórdan og gengu síðan eftir dalnum* þar til þeir komu loks til Mahanaím.+ 30 Þegar Jóab hætti að elta Abner kallaði hann menn sína saman. Þá vantaði 19 af þjónum Davíðs auk Asaels. 31 En þjónar Davíðs höfðu sigrað Benjamínítana og menn Abners og fellt 360 úr liði þeirra. 32 Þeir tóku Asael+ og jörðuðu hann í gröf föður hans í Betlehem.+ Jóab og menn hans gengu síðan alla nóttina og komu til Hebron+ í dögun.