Dómarabókin
5 Á þeim degi sungu þau Debóra+ og Barak+ Abínóamsson þennan söng:+
3 Hlustið, þið konungar! Heyrið, þið valdhafar!
Ég vil syngja fyrir Jehóva.
Ég lofa Jehóva Guð Ísraels+ í söng.*+
4 Jehóva, þegar þú lagðir upp frá Seír,+
þegar þú hélst burt frá Edóm
skalf jörðin og himnarnir opnuðust,
vatn streymdi niður úr skýjunum.
6 Á dögum Samgars+ Anatssonar,
á dögum Jaelar,+ voru vegirnir auðir,
vegfarendur héldu sig fjarri alfaraleið.
7 Þorpin í Ísrael lágu í eyði,
þau lágu í eyði þar til ég, Debóra,+ gekk fram,
þar til ég gekk fram sem móðir í Ísrael.+
Hvorki sást skjöldur né spjót
meðal 40.000 í Ísrael.
Lofið Jehóva!
10 Þið sem ríðið gulbrúnum ösnum,
þið sem sitjið á fínustu teppum
og þið sem gangið á veginum,
hugleiðið þetta:
11 Raddir vatnsberanna heyrðust við vatnsbólin,
þar sögðu þeir frá réttlátum verkum Jehóva,
réttlátum verkum þorpsbúanna í Ísrael.
Þá gekk fólk Jehóva niður að borgarhliðunum.
12 Vaknaðu, vaknaðu, Debóra!+
Vaknaðu, vaknaðu, syngdu söng!+
Stattu á fætur, Barak!+ Leiddu fanga þína burt, þú sonur Abínóams!
13 Þá komu þeir sem eftir voru niður til tignarmannanna,
fólk Jehóva kom til mín til að berjast gegn hinum voldugu.
14 Frá Efraím komu þeir sem eru í dalnum,*
þeir fylgja þér, Benjamín, og fólki þínu.
15 Höfðingjarnir í Íssakar voru með Debóru
og Barak+ fór að dæmi Íssakars.
Hann var sendur fótgangandi út á dalsléttuna.+
Í herdeildum Rúbens litu menn í eigin barm.
16 Hvers vegna settist þú milli hnakktaskanna tveggja
og hlustaðir á flautuleik fjárhirðanna?+
Í herdeildum Rúbens litu menn í eigin barm.
Þeir tóku ekkert silfur að herfangi.+
20 Af himni börðust stjörnurnar,
af brautum sínum börðust þær gegn Sísera.
Þú, sál* mín, traðkaðir niður hina voldugu.
22 Þá glumdi hófatak hestanna,
stríðshestar hans þeystu fram.+
23 ‚Bölvið Merós,‘ sagði engill Jehóva,
‚já, bölvið íbúum hennar
því að þeir komu ekki Jehóva til hjálpar,
þeir gengu ekki í lið með hinum voldugu í stríði Jehóva.‘
24 Blessuð framar öllum konum er Jael,+
eiginkona Hebers+ Keníta,
hún er blessuð framar öllum konum sem búa í tjöldum.
26 Hún teygði höndina eftir tjaldhælnum,
hægri höndina eftir hamri vinnumannsins.
Hún sló Sísera með hamrinum og molaði höfuð hans,
hún hjó í gagnauga hans og rak hælinn í gegn.+
27 Hann hné niður milli fóta hennar, féll og lá kyrr,
við fætur hennar hné hann niður og féll.
Þar sem hann hné niður, þar lá hann sigraður.
28 Út um gluggann skimaði kona,
móðir Sísera rýndi milli rimlanna:
‚Af hverju seinkar vagni hans?
Af hverju heyrist ekki hófatak hesta hans?‘+
29 Vitrustu hefðarfrúr hennar svara
og hún endurtekur svör þeirra:
30 ‚Þeir eru eflaust að skipta herfanginu,
ein stúlka, tvær stúlkur* á hvern hermann,
litaður vefnaður að herfangi handa Sísera, litaður vefnaður,
útsaumuð flík, litaður vefnaður, tvær útsaumaðar flíkur
um háls sigurvegaranna.‘
31 Allir óvinir þínir farist,+ Jehóva,
en þeir sem elska þig verði eins og sólin sem rís í dýrð sinni.“
Nú var friður í landinu í 40 ár.+