Sálmur
Eftir Davíð.
Jehóva er vígi lífs míns,+
hvern ætti ég að hræðast?
2 Þegar illvirkjar réðust á mig til að gleypa mig+
voru það andstæðingar mínir og óvinir sem hrösuðu og féllu.
3 Þótt herlið setjist um mig
óttast hjarta mitt ekki,+
þótt stríð brjótist út gegn mér
er ég samt öruggur.
4 Um eitt hef ég beðið Jehóva,
og það þrái ég:
að ég fái að búa í húsi Jehóva alla ævidaga mína+
til að horfa á yndisleik Jehóva
5 Hann felur mig í skjóli sínu á degi neyðarinnar+
og geymir mig í leynum í tjaldi sínu,+
lyftir mér upp á háan klett.+
6 Nú ber ég höfuðið hátt gagnvart óvinum mínum sem umkringja mig.
Ég vil færa fórnir í tjaldi hans og hrópa af gleði,
lofa Jehóva í söng.*
8 Í hjarta mínu minnist ég orða þinna:
„Leitið auglits míns.“
Ég vil leita auglits þíns, Jehóva.+
9 Hyldu ekki auglit þitt fyrir mér,+
vísaðu ekki þjóni þínum burt í reiði.
Þú ert hjálp mín,+
farðu ekki frá mér og yfirgefðu mig ekki, Guð minn og frelsari.
12 Framseldu mig ekki í hendur andstæðinga minna+
því að ljúgvitni hafa risið gegn mér+
og hótað mér ofbeldi.
Já, vonaðu á Jehóva.