Jeremía
6 Leitið í skjól, Benjamínssynir, og flýið frá Jerúsalem.
kveikið eldmerki yfir Bet Kerem
því að ógæfa er yfirvofandi úr norðri, miklar hörmungar.+
2 Dóttirin Síon er eins og falleg ofdekruð kona.+
3 Hirðarnir koma með hjarðir sínar.
4 „Búið* ykkur til bardaga gegn henni!
Standið upp! Ráðumst á hana um hádegið!“
„Það er um seinan því að nú er áliðið
og kvöldskuggarnir farnir að lengjast!“
5 „Standið upp! Gerum árás í nótt
og brjótum niður virkisturna hennar.“+
6 Jehóva hersveitanna segir:
„Fellið tré og reisið umsátursvirki gegn Jerúsalem.+
Borgin verður að sæta ábyrgð,
hún er gegnsýrð af kúgun.+
7 Eins og vatnsþró heldur vatninu fersku,
þannig heldur hún illsku sinni ferskri.
Ofbeldi og eyðing ómar í henni,+
sjúkdómar og plágur blasa sífellt við mér.
8 Láttu þér segjast, Jerúsalem,
annars sný ég baki við þér fullur viðbjóðs,+
ég geri þig að auðn, að landi sem enginn býr í.“+
9 Jehóva hersveitanna segir:
„Þeir munu tína þá sem eftir eru af Ísrael eins og síðustu berin á vínviði.
Berðu höndina aftur upp að vínviðnum eins og sá sem tínir vínber.“
10 „Við hvern á ég að tala og hvern á ég að vara við?
Hver hlustar?
Eyru þeirra eru lokuð* svo að þeir geta ekki tekið eftir.+
Þeir fyrirlíta orð Jehóva,+
það veitir þeim enga gleði.
11 Ég er fullur af reiði Jehóva
og þreyttur á að byrgja hana inni.“+
„Helltu henni yfir barnið á strætinu+
og yfir unglingahópana.
Allir verða teknir til fanga, karlarnir og konur þeirra,
hinir öldruðu og háöldruðu.+
12 Hús þeirra verða fengin öðrum
og sömuleiðis akrar þeirra og eiginkonur+
því að ég rétti út hönd mína gegn íbúum landsins,“ segir Jehóva.
13 „Allir afla sér rangfengins gróða,+ jafnt háir sem lágir,
allir svíkja og pretta, jafnt spámenn sem prestar.+
14 Þeir reyna að lækna sár* þjóðar minnar með auðveldum* hætti og segja:
‚Það er friður! Það er friður!‘
þegar enginn friður er.+
15 Skammast þeir sín fyrir viðbjóðslega hegðun sína?
Þeir skammast sín ekki neitt!
Þeir vita ekki einu sinni hvað það er að finna til skammar.+
Þess vegna falla þeir með þeim sem falla,
þeir hrasa þegar ég refsa þeim,“ segir Jehóva.
16 Jehóva segir:
„Standið við vegamótin og lítið í kringum ykkur.
Spyrjið um fornu göturnar,
spyrjið hvar góði vegurinn sé og gangið hann.+
Þá finnið þið hvíld.“
En þeir segja: „Við ætlum ekki að ganga hann.“+
17 „Ég skipaði varðmenn+ sem sögðu:
‚Takið eftir hornablæstrinum!‘“+
En þeir sögðu: „Við viljum það ekki.“+
18 „Heyrið því, þjóðir,
og þú, mannsöfnuður, skalt vita
hvað kemur fyrir þá.
19 Hlustaðu, jörð!
Ég leiði ógæfu yfir þessa þjóð.+
Það er ávöxturinn af ráðabruggi hennar
því að hún lét orð mín sem vind um eyru þjóta
og hafnaði lögum mínum.“*
20 „Ég kæri mig ekki um hvíta reykelsið sem þið komið með frá Saba
og sæta ilmreyrinn frá fjarlægu landi.
Brennifórnir ykkar eru óviðunandi
og ég hef ekki velþóknun á sláturfórnum ykkar.“+
21 Þess vegna segir Jehóva:
„Ég legg hrösunarhellur fyrir þessa þjóð
og hún hrasar um þær,
bæði feður og synir,
nágranninn og vinur hans,
þeir farast allir.“+
22 Jehóva segir:
„Þjóð kemur frá landinu í norðri.
Stórþjóð lætur til skarar skríða frá fjarlægustu byggðum jarðar.+
23 Þeir bera boga og kastspjót.
Þeir eru grimmir og miskunnarlausir.
Hróp þeirra eru eins og drunur hafsins
og þeir koma ríðandi á hestum.+
Þeir fylkja liði gegn þér eins og einn maður, dóttirin Síon.“
24 Við höfum frétt af þessu.
25 Farðu ekki út á akurinn
og gakktu ekki á veginum
því að óvinurinn er vopnaður sverði,
skelfing er allt um kring.
26 Æ, dóttirin, þjóð mín,
klæðstu hærusekk+ og veltu þér í ösku.
Syrgðu og gráttu beisklega eins og þú hafir misst einkason+
því að eyðandinn ræðst skyndilega á okkur.+
27 „Ég hef falið þér* að kanna þjóð mína eins og maður metur málm
og kannar hann vel og vandlega.
Þú skalt kynna þér og grandskoða hegðun þeirra.
Þeir eru eins og kopar og járn,
spilltir allir sem einn.
29 Físibelgirnir eru sviðnaðir.
Úr eldinum kemur aðeins blý.
30 Fólk kallar þá ónothæft silfur
því að Jehóva hefur hafnað þeim.“+