Sakaría
7 Á fjórða stjórnarári Daríusar konungs, á fjórða degi níunda mánaðarins, það er kíslevmánaðar,* kom orð Jehóva til Sakaría.+ 2 Íbúar Betel sendu Sareser og Regem Melek ásamt mönnum hans til að biðja Jehóva að sýna sér góðvild.* 3 Þeir spurðu prestana í húsi* Jehóva hersveitanna og spámennina: „Eigum við* að gráta og fasta í fimmta mánuðinum+ eins og við höfum gert árum saman?“
4 Orð Jehóva hersveitanna kom þá aftur til mín: 5 „Segðu við alla íbúa landsins og prestana: ‚Þegar þið föstuðuð og kveinuðuð í fimmta og sjöunda mánuðinum+ í 70 ár+ voruð þið þá að fasta fyrir mig? 6 Og þegar þið átuð og drukkuð voruð þið þá ekki að gera það fyrir sjálf ykkur? 7 Ættuð þið ekki að hlýða því sem Jehóva lét fyrri spámenn boða+ meðan Jerúsalem og borgirnar í kring voru byggðar og bjuggu við frið og meðan Negeb og Sefela voru enn þá í byggð?‘“
8 Orð Jehóva kom aftur til Sakaría: 9 „Þetta segir Jehóva hersveitanna: ‚Dæmið með réttlæti+ og sýnið hvert öðru tryggan kærleika+ og miskunn. 10 Hafið ekkert af ekkjum eða föðurlausum börnum,*+ útlendingum+ eða fátækum,+ og upphugsið ekkert illt hvert gegn öðru.‘+ 11 En menn hlustuðu ekki+ heldur þrjóskuðust við+ og héldu fyrir eyrun til að heyra ekki neitt.+ 12 Þeir gerðu hjörtu sín hörð eins og demant*+ og hlýddu ekki lögunum* og því sem Jehóva hersveitanna boðaði með anda sínum fyrir milligöngu fyrri spámanna.+ Jehóva hersveitanna reiddist því ákaflega.“+
13 „‚Fyrst þeir hlustuðu ekki þegar ég* kallaði+ hlustaði ég ekki heldur þegar þeir kölluðu,‘+ segir Jehóva hersveitanna. 14 ‚Og með stormhviðu tvístraði ég þeim til allra þeirra þjóða sem þeir þekktu ekki+ og landið lagðist í eyði. Enginn fór þar um né sneri þangað aftur+ því að þeir höfðu breytt landinu yndislega í auðn sem menn hryllti við.‘“