Markús segir frá
2 Nokkrum dögum síðar kom hann aftur til Kapernaúm og það fréttist að hann væri heima.+ 2 Svo margir flykktust þangað að ekki var pláss fyrir fleiri, ekki einu sinni við dyrnar, og hann fór að flytja þeim orðið.+ 3 Þá var komið til hans með lamaðan mann sem fjórir báru.+ 4 En þeir komust ekki með hann að Jesú vegna mannfjöldans. Þeir rifu því þakið fyrir ofan Jesú og þegar þeir höfðu grafið gegnum það létu þeir börurnar sem lamaði maðurinn lá á síga niður. 5 Þegar Jesús sá trú þeirra+ sagði hann við lamaða manninn: „Barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.“+ 6 Þarna sátu nokkrir fræðimenn og hugsuðu í hjörtum sínum:+ 7 „Hvers vegna segir maðurinn þetta? Hann guðlastar. Hver getur fyrirgefið syndir nema Guð einn?“+ 8 Jesús skynjaði þegar í stað að þeir ræddu þannig sín á milli og sagði við þá: „Hvers vegna hugsið þið þannig í hjörtum ykkar?+ 9 Hvort er auðveldara að segja við lamaða manninn: ‚Syndir þínar eru fyrirgefnar,‘ eða: ‚Stattu upp, taktu börurnar og gakktu‘? 10 En til að þið vitið að Mannssonurinn+ hefur vald til að fyrirgefa syndir á jörð …“+ og nú talar hann við lamaða manninn: 11 „þá segi ég þér: Stattu upp, taktu börurnar og farðu heim.“ 12 Hann stóð þá upp, tók börurnar undireins og gekk út í allra augsýn. Allir voru furðu lostnir, lofuðu Guð og sögðu: „Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt.“+
13 Jesús fór aftur út og gekk meðfram vatninu. Allur mannfjöldinn streymdi til hans og hann fór að kenna fólkinu. 14 Þegar hann hélt för sinni áfram kom hann auga á Leví Alfeusson þar sem hann sat á skattheimtustofunni. Jesús sagði við hann: „Fylgdu mér.“ Hann stóð þá upp og fylgdi honum.+ 15 Síðar borðaði Jesús* heima hjá honum og margir skattheimtumenn og syndarar borðuðu* með honum og lærisveinum hans en margir þeirra fylgdu honum.+ 16 En þegar fræðimenn úr hópi farísea sáu að hann borðaði með syndurum og skattheimtumönnum sögðu þeir við lærisveina hans: „Borðar hann með skattheimtumönnum og syndurum?“ 17 Jesús heyrði þetta og sagði við þá: „Heilbrigðir þurfa ekki á lækni að halda heldur þeir sem eru veikir. Ég kom ekki til að kalla réttláta heldur syndara.“+
18 Nú voru lærisveinar Jóhannesar og farísear vanir að fasta. Þeir komu því til Jesú og sögðu: „Hvers vegna hafa lærisveinar Jóhannesar og lærisveinar farísea fyrir sið að fasta en lærisveinar þínir ekki?“+ 19 Jesús svaraði: „Varla hafa vinir brúðgumans+ ástæðu til að fasta meðan brúðguminn er hjá þeim. Þeir geta ekki fastað meðan hann er hjá þeim. 20 En sá dagur kemur að brúðguminn verður tekinn frá þeim+ og á þeim degi fasta þeir. 21 Enginn saumar bót af óþæfðu efni á gamla flík. Ef það er gert hleypur nýja bótin og rifan á gömlu flíkinni verður enn stærri.+ 22 Og enginn lætur nýtt vín á gamla vínbelgi. Ef það er gert sprengir vínið belgina, vínið tapast og belgirnir skemmast. Nýtt vín er látið á nýja belgi.“
23 Hvíldardag nokkurn fór hann um kornakra og lærisveinar hans tóku að tína kornöx á leiðinni.+ 24 Farísearnir sögðu þá við hann: „Sjáðu nú! Hvers vegna gera þeir það sem er bannað á hvíldardegi?“ 25 En hann sagði við þá: „Hafið þið aldrei lesið hvað Davíð gerði þegar hann var matarlaus og hann og menn hans voru svangir?+ 26 Samkvæmt frásögunni af Abjatar+ yfirpresti gekk hann inn í hús Guðs og át skoðunarbrauðin sem enginn má borða nema prestarnir,+ og gaf einnig mönnum sínum af þeim.“ 27 Síðan sagði hann við þá: „Hvíldardagurinn varð til vegna mannsins+ en ekki maðurinn vegna hvíldardagsins. 28 Mannssonurinn er því líka drottinn hvíldardagsins.“+