Jesaja
28 Ógæfa kemur yfir íburðarmikla* kórónu* drykkjumannanna í Efraím+
og fölnandi blómsveig fegurðarinnar
á hæðinni yfir frjósömum dalnum þar sem hinir ofurölvi búa.
2 Jehóva sendir sterkan og voldugan mann.
Hann kemur eins og haglhríð, ofsaveður,
eins og þrumuveður með miklum flóðum,
og kastar kórónunni af miklu afli til jarðar.
4 Og fölnandi blómsveigur fegurðarinnar
á hæðinni yfir frjósömum dalnum
verður eins og snemmþroska fíkja í sumarbyrjun.
Sá sem sér hana grípur hana og gleypir í einum munnbita.
5 Þann dag verður Jehóva hersveitanna dýrleg kóróna og fagur blómsveigur þeirra sem eftir eru af þjóð hans.+ 6 Hann verður réttlætisandi þeim sem situr í dómarasæti og styrkur þeim sem hrekja burt árásarlið við borgarhliðið.+
7 Þessir menn fara líka afvega vegna víndrykkju,
áfengið gerir þá reikula í spori.
Prestur og spámaður fara afvega af völdum áfengis,
þeir eru ruglaðir af víni
og skjögra sökum drykkjunnar.
Sýnir þeirra leiða þá á villigötur
og þeir riða þegar þeir dæma.+
8 Borð þeirra eru þakin ógeðslegri spýju
– enginn blettur er hreinn.
9 Þeir segja: „Hverjum ætlar hann að veita þekkingu
og fyrir hverjum ætlar hann að útskýra boðskapinn?
Fyrir þeim sem er nýbúið að venja af mjólkinni,
þeim sem eru nýteknir af brjósti?
10 Það er skipun á skipun ofan, skipun á skipun ofan,
regla eftir reglu, regla eftir reglu,*+
smávegis hér, smávegis þar.“
11 Þess vegna talar hann til þessa fólks fyrir milligöngu stamandi manna* sem tala erlent mál.+ 12 Hann sagði þeim einu sinni: „Þetta er hvíldarstaðurinn. Leyfið þreyttum að hvíla sig, hér er hægt að endurnærast,“ en þeir vildu ekki hlusta.+ 13 Þess vegna verður orð Jehóva:
„Skipun á skipun ofan, skipun á skipun ofan,
regla eftir reglu, regla eftir reglu,*+
smávegis hér, smávegis þar,“
og þeir hrasa og falla aftur fyrir sig
þegar þeir ganga,
þeir slasa sig, festast í gildru og eru teknir til fanga.+
14 Heyrið því orð Jehóva, þið gortarar,
þið sem ríkið yfir Jerúsalembúum.
15 Þið segið:
Þegar skyndiflóð skellur á
nær það ekki til okkar
því að við höfum leitað athvarfs í lyginni
og falið okkur í skjóli svika.“+
16 Þess vegna segir alvaldur Drottinn Jehóva:
Enginn sem trúir er gripinn skelfingu.+
Haglið mun sópa burt athvarfi lyganna
og flóðvatnið skola burt felustaðnum.
Þegar skyndiflóðið skellur á
merjist þið sundur.
Morgun eftir morgun ríður það yfir,
bæði daga og nætur.
Skelfingin ein verður til þess að menn skilja boðskapinn.“*
20 Rúmið er of stutt til að hægt sé að rétta úr sér
og teppið of mjótt til að vefja því um sig.
21 Jehóva gengur fram eins og við Perasímfjall,
hann rís upp eins og í dalnum* við Gíbeon+
til að vinna verk sitt – undarlegt verk –
og inna af hendi starf sitt – óvenjulegt starf.+
svo að fjötrar ykkar verði ekki hertir
því að ég hef heyrt frá alvöldum Drottni, Jehóva hersveitanna,
23 Hlustið og heyrið rödd mína,
hlustið af athygli á það sem ég segi.
24 Plægir bóndinn allan daginn áður en hann sáir?
Gerir hann ekkert annað en að snúa moldinni og herfa?+
25 Sáir hann ekki svartkummini og broddkúmeni
þegar hann hefur sléttað akurinn
og sáir hann ekki hveiti, hirsi og byggi, hverju á sínum stað,
og spelti+ í útjaðarinn?
27 Enginn þreskir svartkummin með þreskisleða+
né keyrir vagnhjól yfir broddkúmen
heldur er svartkummin slegið út með staf
og broddkúmen með priki.
28 Er brauðkorn mulið sundur?
Nei, það er ekki þreskt endalaust.+
Það er ekki mulið+
þegar hestar draga þreskivagninn yfir það.