Fyrsta Mósebók
22 Seinna meir reyndi hinn sanni Guð Abraham+ og sagði við hann: „Abraham!“ Og hann svaraði: „Hér er ég.“ 2 Hann sagði: „Taktu son þinn, einkason þinn sem þú elskar svo heitt,+ hann Ísak,+ og farðu til Móríalands+ og fórnaðu honum þar sem brennifórn á fjalli sem ég vísa þér á.“
3 Morguninn eftir fór Abraham snemma á fætur, lagði á asna sinn og tók með sér tvo af þjónum sínum og Ísak son sinn. Hann klauf brennifórnarviðinn og lagði síðan af stað þangað sem hinn sanni Guð hafði sagt honum að fara. 4 Á þriðja degi kom hann auga á staðinn í fjarska. 5 Abraham sagði þá við þjóna sína: „Bíðið hér hjá asnanum en við drengurinn ætlum að fara þangað til að tilbiðja Guð. Síðan komum við aftur til ykkar.“
6 Abraham tók brennifórnarviðinn og lagði á herðar Ísak syni sínum. Síðan tók hann eldinn og hnífinn* í hönd sér og þeir gengu áfram. 7 Þá sagði Ísak við Abraham föður sinn: „Faðir minn!“ „Já, sonur minn,“ svaraði hann. „Hér er eldurinn og viðurinn en hvar er sauðurinn fyrir brennifórnina?“ spurði Ísak. 8 Abraham svaraði: „Guð mun sjálfur útvega sauð til brennifórnarinnar,+ sonur minn.“ Og síðan gengu þeir áfram.
9 Loks komu þeir á staðinn sem hinn sanni Guð hafði talað um. Abraham reisti þar altari og lagði viðinn á það. Hann batt Ísak son sinn á höndum og fótum og lagði hann á altarið, ofan á viðinn.+ 10 Síðan greip Abraham um hnífinn* til að drepa son sinn.+ 11 En engill Jehóva kallaði til hans af himni: „Abraham, Abraham!“ „Hér er ég!“ svaraði hann. 12 „Gerðu drengnum ekki mein,“ sagði engillinn. „Gerðu honum ekkert því að nú veit ég að þú óttast Guð þar sem þú hefur ekki neitað mér um son þinn, einkason þinn.“+ 13 Þá leit Abraham upp og sá að hrútur var fastur á hornunum í kjarri rétt hjá. Hann fór þangað, tók hrútinn og fórnaði honum sem brennifórn í stað sonar síns. 14 Abraham nefndi staðinn Jehóva Jíre.* Þess vegna segja menn enn í dag: „Á fjalli Jehóva verður séð fyrir því.“+
15 Engill Jehóva kallaði í annað sinn til Abrahams af himni 16 og sagði: „‚Ég sver við sjálfan mig,‘ segir Jehóva,+ ‚að þar sem þú gerðir þetta og neitaðir mér ekki um son þinn, einkason þinn,+ 17 mun ég blessa þig og gera afkomendur þína eins marga og stjörnur á himni og sandkorn á sjávarströnd,+ og afkomandi þinn mun eignast borgarhlið* óvina sinna.+ 18 Vegna afkomanda þíns+ munu allar þjóðir jarðar hljóta blessun* því að þú hlýddir á mig.‘“+
19 Abraham sneri nú aftur til þjóna sinna og þeir lögðu af stað og gengu saman til Beerseba.+ Abraham bjó þar áfram.
20 Eftir þessa atburði var Abraham sagt: „Milka hefur fætt Nahor bróður þínum syni:+ 21 Ús frumburð hans, Bús bróður hans, Kemúel (föður Arams), 22 Kesed, Kasó, Píldas, Jídlaf og Betúel.“+ 23 En Betúel eignaðist Rebekku.+ Milka fæddi Nahor bróður Abrahams þessa átta syni. 24 Hjákona hans hét Reúma og hún fæddi líka syni, þá Teba, Gaham, Tahas og Maaka.