Síðara bréfið til Korintumanna
13 Þetta er í þriðja sinn sem ég bý mig undir að koma til ykkar. „Allt sé staðfest með framburði tveggja eða þriggja vitna.“+ 2 Það er eins og ég sé hjá ykkur í annað sinn þótt ég sé fjarverandi. Ég vara þá við sem hafa syndgað og alla hina líka að ég hlífi þeim ekki ef ég kem einhvern tíma aftur, 3 enda viljið þið fá sönnun fyrir því að Kristur tali fyrir mína milligöngu. Hann er ekki linur við ykkur heldur sýnir styrk sinn meðal ykkar. 4 Hann var staurfestur af því að hann var veikburða en hann lifir vegna þess að Guð er máttugur.+ Við erum líka veikburða eins og hann en við munum lifa með honum,+ þökk sé krafti Guðs sem starfar meðal ykkar.+
5 Rannsakið stöðugt hvort þið séuð í trúnni og prófið hvaða mann þið hafið að geyma.+ Gerið þið ykkur ekki grein fyrir að Jesús Kristur er sameinaður ykkur? Að öðrum kosti getið þið ekki staðist. 6 Við höfum staðist og ég vona innilega að þið áttið ykkur á því.
7 Nú biðjum við til Guðs að þið gerið ekkert rangt, ekki til að við hljótum viðurkenningu annarra heldur til að þið gerið það sem er gott, jafnvel þó að við hljótum ekki viðurkenningu annarra. 8 Við getum ekki gert neitt sem gengur gegn sannleikanum heldur aðeins það sem er honum til framdráttar. 9 Við fögnum því mjög þegar við erum veikburða en þið sterk. Það er bæn okkar að þið gerið nauðsynlegar breytingar.* 10 Ég skrifa ykkur þetta meðan ég er fjarverandi svo að ég þurfi ekki að vera strangur þegar ég kem því að Drottinn gaf mér vald+ til að byggja upp en ekki brjóta niður.
11 Að lokum, bræður og systur, verið alltaf glöð, gerið nauðsynlegar breytingar,* látið hughreystast,+ verið samhuga+ og lifið saman í friði.+ Guð kærleikans og friðarins+ verður þá með ykkur. 12 Heilsið hvert öðru með heilögum kossi. 13 Hinir heilögu biðja allir að heilsa ykkur.
14 Einstök góðvild Drottins Jesú Krists og kærleikur Guðs sé með ykkur, og sömuleiðis heilagur andi sem þið njótið góðs af í sameiningu.