Fyrra bréf Péturs
5 Sem samöldungur ykkar, vottur að þjáningum Krists og þátttakandi í þeirri dýrð sem á eftir að opinberast,+ bið ég því* öldungana á meðal ykkar: 2 Gætið hjarðar Guðs+ sem hann hefur falið ykkur. Verið umsjónarmenn hennar,* ekki tilneyddir heldur af fúsu geði frammi fyrir Guði,+ ekki af gróðafíkn+ heldur af áhuga. 3 Drottnið ekki yfir þeim sem eru arfleifð Guðs+ heldur verið fyrirmynd hjarðarinnar.+ 4 Þegar yfirhirðirinn+ birtist hljótið þið dýrðarsveiginn sem aldrei fölnar.+
5 Á sama hátt skuluð þið ungu menn vera eldri mönnunum* undirgefnir.+ En íklæðist* allir auðmýkt* hver gagnvart öðrum því að Guð stendur gegn hrokafullum en sýnir auðmjúkum einstaka góðvild.+
6 Auðmýkið ykkur því undir máttuga hönd Guðs til að hann upphefji ykkur þegar þar að kemur+ 7 og varpið öllum áhyggjum* ykkar á hann+ því að hann ber umhyggju fyrir ykkur.+ 8 Hugsið skýrt, verið á verði.+ Andstæðingur ykkar, Djöfullinn, gengur um eins og öskrandi ljón í leit að bráð til að gleypa.+ 9 Standið gegn honum+ staðföst í trúnni og vitið að trúsystkini* ykkar um allan heim verða fyrir sömu þjáningum.+ 10 En eftir að þið hafið þjáðst um stutta stund mun Guð, sem sýnir einstaka góðvild í ríkum mæli, ljúka þjálfun ykkar, hann sem kallaði ykkur til eilífrar dýrðar sinnar+ vegna þess að þið eruð sameinuð Kristi. Hann mun efla ykkur,+ styrkja+ og gera óhagganleg. 11 Hans sé mátturinn að eilífu. Amen.
12 Með hjálp Silvanusar,*+ sem ég álít trúfastan bróður, hef ég skrifað ykkur í fáum orðum til að hvetja ykkur og til að vitna einlæglega um að Guð hafi sannarlega sýnt ykkur einstaka góðvild sína. Verið staðföst í henni. 13 Hún* sem er í Babýlon, og er útvalin eins og þið, biður að heilsa ykkur, og sömuleiðis Markús+ sonur minn. 14 Heilsið hvert öðru með kærleikskossi.
Megið þið öll sem eruð sameinuð Kristi eiga frið.