Fyrra bréfið til Tímóteusar
5 Vertu ekki harðorður við roskinn mann+ heldur áminntu hann hlýlega sem föður, yngri menn sem bræður, 2 rosknar konur sem mæður og yngri konur sem systur í öllum hreinleika.
3 Láttu þér annt um* ekkjur sem eru það* í raun.+ 4 En ef ekkja á börn eða barnabörn þá læri þau fyrst og fremst að sýna guðrækni í sinni eigin fjölskyldu+ og endurgjalda foreldrum sínum og öfum og ömmum það sem þeim ber+ því að það er þóknanlegt í augum Guðs.+ 5 Kona sem er ekkja í raun og veru og er allslaus hefur sett von sína á Guð+ og ákallar hann og biður til hans nótt og dag.+ 6 En sú sem hugsar bara um að fullnægja löngunum sínum er dauð þótt hún sé lifandi. 7 Haltu áfram að gefa þessar leiðbeiningar* til að ekki sé hægt að finna að neinum. 8 Ef einhver sér ekki fyrir sínum nánustu, sérstaklega fjölskyldu sinni, hefur hann afneitað trúnni og er verri en vantrúaður.+
9 Ekki ætti að setja ekkju á skrá nema hún sé orðin sextug, hafi verið manni sínum trú* 10 og sé þekkt fyrir góð verk+ eins og að ala upp börn,+ vera gestrisin,+ þvo fætur heilagra+ og hjálpa bágstöddum.+ Hún á að hafa lagt sig fram um að gera gott á öllum sviðum.
11 En settu ekki ungar ekkjur á skrá því að þegar kynferðislegar langanir þeirra komast upp á milli þeirra og Krists vilja þær giftast. 12 Og þær kalla yfir sig dóm því að þær hafa brotið sitt fyrra loforð.* 13 Þær temja sér jafnframt iðjuleysi og rápa hús úr húsi, ekki aðeins iðjulausar heldur slúðra þær, blanda sér í málefni annarra+ og tala um það sem þær ættu ekki að tala um. 14 Þess vegna finnst mér æskilegt að ungar ekkjur giftist,+ eignist börn+ og annist heimili svo að andstæðingurinn fái ekkert tækifæri til að setja út á þær. 15 Sumar eru nú þegar farnar af réttri braut og fylgja Satan. 16 Ef trúuð kona á skyldmenni sem eru ekkjur á hún að hjálpa þeim, til að íþyngja ekki söfnuðinum. Þá getur söfnuðurinn hjálpað þeim sem eru ekkjur* í raun og veru.+
17 Öldungar sem veita góða forstöðu+ ættu að vera í tvöföldum metum,+ sérstaklega þeir sem leggja hart að sér við að fræða og kenna+ 18 því að ritningarstaðurinn segir: „Þú skalt ekki múlbinda naut þegar það þreskir korn,“+ og: „Verkamaðurinn er verður launa sinna.“+ 19 Taktu ekki ásökun á hendur öldungi gilda nema tvö eða þrjú vitni staðfesti hana.+ 20 Áminntu+ í viðurvist allra þá sem syndga,+ hinum til viðvörunar.* 21 Ég legg ríkt á við þig, frammi fyrir Guði og Kristi Jesú og hinum útvöldu englum, að fylgja þessum fyrirmælum án allra fordóma og hlutdrægni.+
22 Flýttu þér ekki um of að leggja hendur yfir nokkurn mann*+ og eigðu ekki þátt í syndum annarra. Varðveittu sjálfan þig hreinan.
23 Drekktu ekki lengur vatn* heldur svolítið af víni vegna magans og tíðra veikinda þinna.
24 Syndir sumra eru á allra vitorði og leiða til dóms þegar í stað, en hjá öðrum koma þær í ljós síðar.+ 25 Eins eru góðu verkin á allra vitorði+ og þau sem eru það ekki verða ekki falin.+