Bréfið til Rómverja
2 Hver sem þú ert, maður, hefurðu enga afsökun+ ef þú dæmir því að þegar þú dæmir annan dæmirðu sjálfan þig, fyrst þú stundar það sama og hann.+ 2 Nú vitum við að dómur Guðs er í samræmi við sannleikann og kemur yfir þá sem stunda slíkt.
3 En heldurðu að þú getir komist undan dómi Guðs, þú sem dæmir þá sem stunda slíkt en gerir það þó sjálfur? 4 Eða fyrirlíturðu ríkulega góðvild hans,+ umburðarlyndi+ og þolinmæði+ og skilur ekki að Guð reynir í góðvild sinni að leiða þig til iðrunar?+ 5 En þar sem þú ert þrjóskur og iðrunarlaus í hjarta kallarðu yfir þig reiði Guðs á degi reiðinnar þegar réttlátur dómur hans er birtur.+ 6 Og hann endurgeldur hverjum og einum eftir verkum hans:+ 7 eilíft líf þeim sem sækjast eftir dýrð, heiðri og óforgengileika*+ með því að sýna þolgæði í góðum verkum, 8 en reiði og bræði þeim sem eru þrætugjarnir og óhlýðnast sannleikanum en hlýða ranglætinu.+ 9 Hver maður sem gerir það sem er illt þarf að þola erfiðleika og þjáningar, fyrst Gyðingurinn og síðan Grikkinn. 10 En hver sem gerir hið góða hlýtur dýrð, heiður og frið, fyrst Gyðingurinn+ og síðan Grikkinn.+ 11 Guð fer ekki í manngreinarálit.+
12 Allir sem syndga og eru ekki undir lögunum deyja þótt þeir séu ekki undir lögunum+ en allir sem syndga og eru undir lögunum verða dæmdir eftir þeim.+ 13 Þeir sem aðeins heyra lögin eru ekki réttlátir frammi fyrir Guði heldur eru þeir sem fylgja lögunum lýstir réttlátir.+ 14 Þegar menn af þjóðunum, sem hafa ekki lögin,+ gera af eðlishvöt það sem segir í lögunum eru þeir sjálfum sér lög þótt þeir hafi engin lög. 15 Þeir sýna að kjarni laganna er skráður í hjörtum þeirra þegar samviska þeirra vitnar innra með þeim og hugsanir þeirra annaðhvort ásaka þá eða afsaka. 16 Þetta gerist á þeim degi þegar Guð dæmir hið leynda hjá mönnunum fyrir milligöngu Krists Jesú,+ en það er í samræmi við fagnaðarboðskapinn sem ég boða.
17 Nú kallarðu þig Gyðing,+ reiðir þig á lögin og ert stoltur af sambandi þínu við Guð. 18 Þú þekkir vilja hans og berð skynbragð á hvað skiptir máli vegna þess að þú ert fræddur* um lögin.+ 19 Þú ert sannfærður um að þú leiðir blinda, lýsir þeim sem eru í myrkri, 20 leiðbeinir óskynsömum, kennir börnum og sjáir útlínur þekkingarinnar og sannleikans sem lögin miðla. 21 Þú sem kennir öðrum, kennir þú ekki sjálfum þér?+ Prédikar þú að ekki skuli stela+ en stelur þó sjálfur? 22 Segir þú að ekki skuli fremja hjúskaparbrot+ en fremur þó sjálfur hjúskaparbrot? Hefur þú viðbjóð á skurðgoðum en rænir þó musteri? 23 Ertu stoltur af því að hafa lögin en óvirðir þó Guð með því að brjóta þau? 24 Það er eins og skrifað stendur: „Ykkar vegna er nafni Guðs lastmælt meðal þjóðanna.“+
25 Umskurður+ gerir þér aðeins gagn ef þú fylgir lögunum+ en ef þú brýtur lögin ertu eins og óumskorinn þótt þú sért umskorinn. 26 Ef því óumskorinn maður+ heldur réttlátar kröfur laganna, er þá ekki litið á hann sem umskorinn?+ 27 Og maður sem er óumskorinn á líkama en heldur lögin dæmir þig sem brýtur lögin þó að þú hafir lagasafnið og umskurðinn. 28 Sá er ekki Gyðingur sem er það hið ytra+ né er umskurðurinn hið ytra, á líkamanum.+ 29 En sá er Gyðingur sem er það hið innra+ og það er hjartað sem er umskorið+ með hjálp andans en ekki lagasafns.+ Sá maður hlýtur lof frá Guði en ekki mönnum.+